Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Harðduglegur veitingamaður á Akureyri

Birting:

þann

Rahim Rostami - Kurdo Kebab

Rahim Rostami er íranskur Kúrdi og kom til Íslands árið 2018.

„Ég kom hingað sem flóttamaður. Þegar ég kom fyrst þá hafði ég strax í huga einhversskonar rekstur. Ég leitaði að stað fyrir hann en þurfti að bíða eftir að máli mínu lyki hjá Útlendingastofnun.“

segir Rahim Rostami í samtali við Landann á RÚV.

Stuttu eftir að Rahim fékk íslenska kennitölu opnaði hann Kurdo Kebab á Akureyri.

„Ég kom sérstaklega til Akureyrar. Mér líkar bærinn, hljóðlátur og góður. Mig langar að gera Kurdo Kebab að þekktu vörumerki á Íslandi.“

Sjá einnig:

Kurdo Kebab er nýr veitingastaður á Akureyri

Staðurinn á Akureyri opnaði haustið 2019 en síðan þá hefur hann líka opnað staði á Ísafirði og á Selfossi.

Sjá einnig:

Kurdo Kebab opnar á Ísafirði

Rahim hefur reynt ýmislegt, á ekki mjög langri ævi, og búið víða. Hann var aðeins 17 ára þegar hann fór til Noregs og dvaldi þar í þrjú ár.

„Ég skrifaði bók í Noregi um Kúrdistan og eftir það var ég í fangelsi því að Noregur vísaði mér úr landi, þeir samþykktu ekki málið mitt. Ég var fjóra mánuði og tuttugu daga í mjög slæmu fangelsi í Íran.“

Þegar hann losnaði úr fangelsi í Íran hélt hann til Írak.

„Og í Írak opnaði ég veitingasölu í matarvagni, ekki á veitingastað. Ég á þrjá til fjóra staði í Írak í mismunandi borgum. Svo þegar ég kom til Íslands þá var það fyrsta sem ég hugsaði að opna eitthvað sambærilegt.“

Auglýsingapláss

Rahim taldi sér ekki óhætt í Írak, af pólitískum ástæðum, en ætlaði reyndar ekki að flytja til Íslands, heldur Kanada.

„Ég er mjög glaður hér. Ég á konu og tvö börn ennþá í Írak. Það er í ferli að þau komi hingað líka.“

Heldurðu að þú verðir áfram á Akureyri?

„Mér líkar Akureyri, mjög mikið. En það er líka mjög fínt á Selfossi. Ég var síðasta mánuð á Selfossi að vinna og ég er mjög hrifinn af Selfossi.“

Viðtalið í heild sinni í Landanum er hægt að horfa á með því að smella hér.

Mynd: skjáskot úr þætti Landans.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið