Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Opnar nýtt kaffi-, og kvikmyndahús þar sem Icelandic fish & chips var áður til húsa

Birting:

þann

Tryggvagata 11 í Reykjavík

Haraldur Ingi Þorleifsson tilkynnti á twitter síðu sinni að félagið í hans eigu hefur keypt jarðhæðina við Tryggvagötu 11 í Reykjavík þar sem vinsæli veitingastaðurinn Icelandic fish & chips var áður til húsa.

Haraldur segir í twitter færslunni að hann ætli sér að opna kaffihús og lítið kvikmyndahús með haustinu.

Samkvæmt heimasíðu fasteignamiðlunnar EG var söluverðið 145 milljónir króna. Húsnæðið er 386 fermetrar að stærð.

Lýsing á eigninni á heimasíðu EG er eftirfarandi:

Húsnæðið er í dag innréttað sem veitingasalur, kvikmyndasalur og verslunnarými en getur hentað undir ýmsan annan rekstur.

Komið er inn um sérinngang frá Tryggvagötu inn í forstofu. Til hægri er rými sem er í dag nýtt sem verslunnarrými og kvikmyndasalur/fundarsalur og innst í því eru salerni.

Bjartur og opinn veitingasalur með stórum gólfsíðum gluggum í bogadregni línu og ríflegri lofthæð gefur rýminu skemmtilegan karakter.

Stór og rúmgóður bar er miðsvæðis í rýminu. Innaf honum er starfsmannaaðstaða, starfsmannasalerni geymsla og stórt eldhús með útgengi til norðurs. Í eldhúsi er háfur ca. 2,5 m breiður með ozon útblásturskerfi og “walk in” kælir ca. 2 x 2 m að stærð.

Myndir: egfasteignamidlun.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið