Viðtöl, örfréttir & frumraun
Michelinstjörnu veitingastaður notar matarprentara og útkoman er ótrúleg – Sjáðu myndbandið
Matarprentarinn Foodini minnkar matarsóun og ýtir undir sköpunargleðina í eldhúsinu. Spænska fyrirtækið Natural Machines hefur þróað þetta eldhústæki sem þrívíddarprentar matvæli með einföldum hætti: Foodini.
Sjá einnig:
Michelin veitingastaðurinn Hermanos Torres
Í nýjasta myndbandi FutureKitchen myndbandaraðarinnar er fjallað um notkun Foodini matarprentarans á Michelin stjörnu veitingastaðnum Hermanos Torres.
FutureKitchen myndböndin eru hluti af verkefni sem stýrt er af Matís með styrk frá evrópska samkeppnissjóðnum EIT Food og þar er tekin fyrir fjölbreytt matartækni með skemmtimennt sem höfðar til yngri kynslóða að leiðarljósi.
Matreiðslufólk hefur undanfarið gert ýmiss konar tilraunir með prentarann, þar á meðal Torres bræðurnir á Michelin stjörnu veitingastaðnum Cochina Hermanos Torres. Þeir hafa nýtt Foodini til þess að gera fallega og skapandi framsetningu á réttunum sem þeir bera fram sem ómögulegt væri að gera með handafli einu saman. Maturinn er einfaldlega undirbúinn og settur í þartilgerð hylki í prentaranum. Kokkarnir hanna svo framsetningu sem þeim þykir falleg eða framúrstefnuleg og prentarinn skilar henni á diskinn. Viðskiptavinir geta einnig hannað sína eigin framsetningu og fengið sinn rétt fullkomlega eftir sínu höfði. Torres bræðurnir prenta um 100 rétti á dag með Foodini.
Prentarinn nýtist einnig til þess að auka sjálfbærni staðarins og minnka matarsóun til muna. Bræðurnir leggja áherslu á nýta matvæli vel og telja að það skili sér í afar fjölbreyttum afurðum, bæði hvað varðar bragð og áferð matarins. Þeir taka notkun fisks sem dæmi en Foodini hefur gert þeim kleift að nýta bæði roðið, beinin og auðvitað fiskinn sjálfan.
Um FutureKitchen og EIT Food
FutureKitchen
Myndbandið er hluti af verkefninu FutureKitchen sem styrkt er af EIT Food og unnið í samstarfi við FoodUnfolded. Það miðar að því að fá ungt fólk með í umræðuna um mat og tækni, vekja forvitni þess og fá það til að velta vöngum yfir matvælaheiminum og störfum innan geirans.
Verkefnið mun halda áfram út árið 2020 og á næstu dögum er stefnt að útgáfu nokkurra myndbanda í viðbót. Þar verður meðal annars fjallað um nýtingu matarprentarans fyrir fólk sem glímir við Dysphagia sjúkdóminn (sem gerir fólki ómögulegt að kyngja mat á föstu formi), zero-waste sveppaprótein og nýtingu iðnaðarhamps.
EIT Food
EIT Food er stórt leiðandi evrópskt þekkingar- og nýsköpunarsamfélag um matvæli, undir Evrópusambandinu, sem vinnur að því að gera hagkerfi matvæla sjálfbærara, heilnæmt og traust.
Framtakið er byggt af nýsköpunarsamfélagi með lykilaðilum iðnaðarins yfir alla Evrópu, sem samanstendur af yfir 90 samstarfsaðilum og yfir 50 sprotafyrirtækjum frá 16 aðildarríkjum ESB. Það er eitt af þekkingar- og nýsköpunarsamfélögunum (KIC) sem voru stofnuð af stofnun Evrópu fyrir nýsköpun og tækni [European Institute for Innovation & Technology] (EIT), sem er sjálfstæð stofnun ESB sett á fót 2008 til að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi víðsvegar um Evrópu.
Þú getur fylgst með EIT Food í gegnum www.eitfood.eu eða í gegnum samfélagsmiðlana: Twitter, Facebook, LinkedIn, Youtube eða Instagram.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa