Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einn besti matreiðslumaður á Íslandi gefur út matreiðslubók – Sjáðu sýnishorn úr bókinni hér
Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.
Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac.
Höfundur bókarinnar, matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon, ólst upp á Sauðárkróki. Hann hóf ungur störf við uppvask á sumarhóteli föður síns og heillaðist samstundis af hasarnum og spennunni í eldhúsinu.
Þráinn hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.
Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.
Bókina er hægt að kaupa í gegnum heimasíðuna Sumac.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla