Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Einn besti matreiðslumaður á Íslandi gefur út matreiðslubók – Sjáðu sýnishorn úr bókinni hér

Birting:

þann

Matreiðslubókin Sumac - Þráinn Freyr Vigfússon

Þráinn Freyr Vigfússon

Sumac hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins um árabil og nú lítur matreiðslubók staðarins dagsins ljós. Áhersla er lögð á ferskt og gott hráefni sem matreitt er undir áhrifum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku.

Eldur, framandi krydd, fjölbreytileiki og hollar og girnilegar nýjungar eru meginstef bókarinnar sem inniheldur fleiri en hundrað uppskriftir sem prýtt hafa matseðil Sumac.

Höfundur bókarinnar, matreiðslumeistarinn Þráinn Freyr Vigfússon, ólst upp á Sauðárkróki. Hann hóf ungur störf við uppvask á sumarhóteli föður síns og heillaðist samstundis af hasarnum og spennunni í eldhúsinu.

Þráinn hefur starfað á mörgum virtum veitingastöðum á Íslandi og erlendis. Hann opnaði veitingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þráinn hefur verið valinn kokkur ársins hérlendis, keppt fyrir Íslands hönd í Bocuse d’Or og verið meðlimur og þjálfari kokkalandsliðs Íslands.

Bókina prýða glæsilegar ljósmyndir eftir Heiðdísi Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Bókina er hægt að kaupa í gegnum heimasíðuna Sumac.is.

Fleiri fréttir um Þráinn hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið