Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Ramón Bilbao Crianza 2016 – Hentar vel með grillkjöti

Birting:

þann

Ramón Bilbao Crianza 2016 - Rauðvín

Rauðvínið Ramón Bilbao Crianza 2016

Ramón Bilbao Crianza er klassískt Rioja-vín framleitt af Bodegas Ramon Bilbao, en víngerðin á sér meira en aldargamla sögu.

Víngerðin var stofnuð árið 1924 af Don Ramón Bilbao Murga, en þar á undan hafði Don Ramón rekið litla víngerð í Haro frá árinu 1896 þar sem hann seldi fyrstu vínin sín. Ramón Bilbao Crianza er afbrigðagott vín úr Tempranillo vínberjum, dæmigerð úrval af La Rioja.

Vínberin eru tekin upp þegar þau eru orðin fullþroskuð og gerjuð við hitastig 28-29 ° C.

Ramón Bilbao Crianza er í 14 mánuði í amerískum eikartunnum. Þegar það er búið að ná réttu jafnvægi, þá er það geymt í 8 mánuði í flöskunni áður en það fer á markað.

Ramón Bilbao er ávaxtaríkt, yfirvegað og gott bragð og er á fínu verði í Vínbúðinni eða 2.399 kr , en það hentar t.a.m. mjög vel með grillkjöti, og jafnvel með ekta heimatilbúnum grillborgara:

Heimatilbúinn grillborgari

Mynd: Smári / Veitingageirinn.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið