Food & fun
Michelin stjörnukokkur á Grand Brasserie
Það er ekki á hverjum degi sem Michelin stjarna stendur í eldhúsinu á Grand Brasserie á Grand Hótel Reykjavík þó svo þar séu vandvirkir og flinkir kokkar. Þessa dagana er Food & Fun og þá skartar Grand Brasserie matreiðslumanni frá einum af betri veitingastöðum heims.
Það er svo sem ekki bara á Grand þar sem frábærir gesta matreiðslusnillingar eru að sýna sitt besta, heldur eru um fimmtán aðrir staðir í RVK sem bjóða uppá frábær matar- ævintýri þessa helgina.
Það er margt og mikið að gerast á veitingastaðnum núna þannig að við brugðum undir okkur betri fætinum og pöntuðum borð sl. fimmtudag, vægt til orða tekið þá var það Matarupplifun með stóru M.
Gestakokkur þeirra á Food & Fun 2020 heitir Kiran Deeny og kemur frá hinu margrómaða veitingahúsi HIDE í London en þar er hann hægri hönd Ollie Dabbous, yfirmatreiðslumeistara veitingahússins. Þeir skarta einni stjörnu og vinna að annarri.
Kiran Deeny er 28 ára og hóf matreiðsluferil sinn aðeins 17 ára. Hann hefur starfað á Michelin veitingahúsum í London og Kaupmannahöfn, þar á meðal Geranium sem er mörgum íslenskum matgæðingum kunnugur.
Kiran Deeny hefur mikinn áhuga á svo kölluðum smakkseðlum og við fengum okkur slíka, annarvega vega og hinsvegar hefðbundinn. Báðir algjörlega frábærar upplifanir.
Ég skal viðurkenna að ég fer mikið út að borða og hef prufað sitt af hverju en hér var virkilega skemtilegt ævintýri í gangi. Fyrir mér var kvöldið ekki ólíkt því og að setjast í fremsta vagninn í rússíbana. Bragð og áferðir þutu framhjá og við áttum fullt í fangi með að átta okkur hvort við vorum að koma eða fara, þetta var frábær skemmtun að okkar mati.
Við völdum sitthvorn matseðilinn og smökkuðum báða, Kiran sýnir mikla dirfsku, þá bæði í framsetningu og samsetningu, enda kom það fram þegar við spjölluðum við hann baksviðs, en honum finnst íslenska hráefnið vera frábært og sérstaklega var hann hrifinn af íslenska þorskinum, sem var að mínu mati besti rétturinn, að öðrum ólöstuðum.
Kiran er reyndar mjög heillaður af Skandinavískri matargerð en hann var ár í Kaupmannahöfn og núna er Stokkhólmur farið að kitla hann aðeins.
Mig langar samt að ræða um þorskréttinn aðeins betur, sem var sérstakur. Fiskurinn var léttsaltaður, spínat og reykt hvítvínssósa með sem var bara eitthvað af öðrum heimi, þetta var eitthvað nýtt og ég uppgötvaði að ég var eiginlega að borða þorsk í ”fyrsta” skipti.
En ég ætla ekki að fara í fleiri rétti á matseðlinum en þessi var svo sérstakur þó svo að hinir hafi verið frábærir en ég læt það eftir ykkur sjálfum sem vilja prufa að meta og dæma sjálf.
Þetta er stutt, ég veit það en þetta var upplifun sem lifir lengi. Frábært kvöld, góð þjónusta og ótrúlegt smakklauka upplifun.
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni2 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Jólabollukeppni Barþjónaklúbbs Íslands á Gauknum til styrktar Píeta Samtökunum