Frétt
Fresta Matarmarkaði Íslands vegna kórónuveirunnar ( COVID-19 )
Matarmarkaði Íslands sem fara átti fram í Hörpu núna um helgina hefur verið frestað til 2. – 3. maí næstkomandi.
Sjá einnig: Matarmarkaður Íslands í Hörpu
Matarmarkaður Íslands hefur alltaf verið vel sóttur bæði af framleiðendum sem og neytendum. Þar koma saman yfir 20.000 manns og njóta þess að smakka á matarhandverki víðs vegar að af landinu og kynnast framleiðendum þess.
Hlédís og Eirny skipuleggjendur Matarmarkaðs Íslands hafa sent frá sér tilkynningu, en þar segir:
„Stemningin hefur alltaf verið einstök á markaðnum og óttumst við að vegna þeirrar veiru sem nú gengur yfir landið, nái gestir ekki að njóta sín, smakka og dvelja í rólegheitum á markaðnum.
Það verður því vormarkaður fyrstu helgina í maí og þar vonumst við til að sjá sem flesta og vonum að gestir njóti stað og stundar að venju,“
Mynd: Helga Björnsdóttir

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni