Viðtöl, örfréttir & frumraun
Hver er maðurinn? – Kristinn: „við öskruðum úr okkur allan kraft“
Hver er maðurinn?, er fastur liður hér á veitingageirinn.is. Þar fá lesendur veitingageirans að fræðast meira um fagmanninn sem svarar spurningum. Sá sem situr fyrir svörum, skorar á næsta viðmælanda og svo koll af kolli.
Sindri skoraði á Kristinn að taka við keflinu og eru hér svörin hans.
Fullt nafn:
Kristinn Gísli Jónsson
Fæðingardagur og ár:
17. apríl 1996
Áhugamál?
Matur, vín, ferðalög.
Maki og Börn?
Kærastan mín Björg Eva.
Hvar lærðir þú?
Ég lærði á Lava Restaurant og á Dill.
Núverandi starf?
Kokkur á silfra Restaurant
Hvers vegna fórstu í kokkinn?
Fór í kokkinn vegna þess að það var alltaf mikill áhugi á matreiðslu hjá mér.
Segðu okkur eitthvað sem enginn annar veit um þig?
Er með hrikalega golfsveiflu.
Hver eru verstu mistök sem þú hefur nokkurn tímann gert í eldhúsinu?
Þau eru svo mörg, ekki hægt að velja.
Hvaða persónu er þér minnisstæðast að hafa eldað fyrir?
Beyoncé og Jay Z.
Hvaða íslenski skyndibitastaður er í uppáhaldi hjá þér og af hverju?
Le Kock, þeir gera bestu geggjaðan skyndibita.
Hver er skrítnasta ósk sem þú hefur fengið inní eldhús?
Blue nauta short ribs.
Hver er lengsta vakt sem þú hefur unnið, og hvað var að gerast?
Um 16 klst, man ekki ástæðuna
Hvaða tæki er mest notað í eldhúsinu þínu?
Thermomix.
Besti matur sem þú hefur smakkað?
Smakkseðill á Asador Extebarri.
Ef þú gætir ekki unnið í veitingabransanum hvað værir þú þá að gera?
Örugglega bara ennþá að reyna klára framhaldsskóla.
Hver er uppáhalds fagmaður þinn í veitingabransanum á Íslandi og af hverju?
Það eru svo margir sem ég lít upp til að ég get ekki valið.
Kristinn er meðlimur í Kokkalandsliðinu. Eins og kunnugt er þá lenti liðið í 3. sæti á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi nú á dögunum, sjá nánar hér.
Hvernig var tilfinningin að heyra Ísland í 3. sæti á Ólympíuleikunum?
Það var alveg magnað að heyra það, við öskruðum úr okkur allan kraft.
Hver tekur við keflinu, og af hverju?
Snorri Victor Gylfason því hann er lang flottastur.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill