Uppskriftir
Jólaglögg
Jólaglögg
Innihald:
1 flaska rauðvín
6 cl. gin
5 negulnaglar
2 mildar karmommur
2 kanilstangir
1 dl. sykur
Aðferð:
Takið börkinn af hálfri appelsínu og skerið í mjög fína strimla. Mjög mikilvægt er að hvíti hluti barkarins fylgi ekki í glöggið.
Því næst tekurðu hnefafylli af afhýddum möndlum og rúsínum og hitar upp í víninu og bætir negulnum og kanilstöngunum við.
Passið að vínið sjóði ekki og bætið svo gininu við ásamt kardimommunum. Hitið í um fimm mínútur og bætið þá sykri og appelsínuberki við og hrærið.
Haldið heitu í örfáar mínútur til viðbótar og berið svo fram sjóðandi heitt með rúsínum og möndlum.
Athugið að þetta er bragðmikil uppskrift.
Mynd: úr safni

-
Frétt2 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni7 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata