Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd
Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskiafgöngum sem annars færu til spillis.
Future Kitchen er ný myndbandssería gerð af Matís. Verkefnið, sem styrkt er af EIT Food, fræðir þig um þessa nýjung og fleiri fyrir framtíðareldhúsið, sem og sjálfbærni og uppruna matar og leiðir til minnkunar matarsóunar, á lifandi og raunverulegan hátt, meðal annars með sýndarveruleikaupplifun. Upplifa má í einu sýndarveruleikamyndbandinu fiskveiðar á íslenskum miðum þar sem fiskafgangar enda í þrívíddarmatarprentara.
Þá má einnig í öðru myndbandi fylgjast með íslenska matreiðslumeistaranum Viktori Erni Andréssyni gera girnilegan og ljúffengan rétt úr fiskafgöngum, sem annars væru lítt fyrir augað og færu forgörðum, með notkun þrívíddarmatarprentara. Viðhorfskannanir á vegum verkefnisins framkvæmdar hérlendis af Matís og í Englandi af Cambridgeháskóla sýna fram á að áhorfendur eru afar ánægðir með þá upplifun sem sýndarveruleikaumhverfið sem menntunarleið gefur, en þrívíddargleraugu gefa besta upplifun og tilfinningu fyrir því að áhorfandinn sé sjálfur staddur í miðju myndbandinu og fylgist með framgangi mála á staðnum.
Verkefnið Future Kitchen er leitt af Matís í samstarfi við Cambridgeháskóla, EUFIC, Evrópuráð nýsköpunar á sviði matar, og framsækin evrópsk fyrirtæki, en verkefnið er stutt af EIT Food, Evrópustofnun fæðu með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni, sem starfrækt er undir EIT, Evrópustofnun um nýsköpun og tækni, á vegum Evrópusambandsins. Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com) ásamt öðrum fróðleik um framfarir tengdar mat og uppruna matar.
Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við Matís
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt18 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur