Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarmennt í sýndarveruleika og matreiðsla í þrívídd
Í eldhúsi framtíðarinnar getur þú þrívíddarprentað fagurlega löguð matvæli úr næringarríkum fiskiafgöngum sem annars færu til spillis.
Future Kitchen er ný myndbandssería gerð af Matís. Verkefnið, sem styrkt er af EIT Food, fræðir þig um þessa nýjung og fleiri fyrir framtíðareldhúsið, sem og sjálfbærni og uppruna matar og leiðir til minnkunar matarsóunar, á lifandi og raunverulegan hátt, meðal annars með sýndarveruleikaupplifun. Upplifa má í einu sýndarveruleikamyndbandinu fiskveiðar á íslenskum miðum þar sem fiskafgangar enda í þrívíddarmatarprentara.

Viktor Örn Andrésson.
Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com)
Þá má einnig í öðru myndbandi fylgjast með íslenska matreiðslumeistaranum Viktori Erni Andréssyni gera girnilegan og ljúffengan rétt úr fiskafgöngum, sem annars væru lítt fyrir augað og færu forgörðum, með notkun þrívíddarmatarprentara. Viðhorfskannanir á vegum verkefnisins framkvæmdar hérlendis af Matís og í Englandi af Cambridgeháskóla sýna fram á að áhorfendur eru afar ánægðir með þá upplifun sem sýndarveruleikaumhverfið sem menntunarleið gefur, en þrívíddargleraugu gefa besta upplifun og tilfinningu fyrir því að áhorfandinn sé sjálfur staddur í miðju myndbandinu og fylgist með framgangi mála á staðnum.
Verkefnið Future Kitchen er leitt af Matís í samstarfi við Cambridgeháskóla, EUFIC, Evrópuráð nýsköpunar á sviði matar, og framsækin evrópsk fyrirtæki, en verkefnið er stutt af EIT Food, Evrópustofnun fæðu með áherslu á nýsköpun og sjálfbærni, sem starfrækt er undir EIT, Evrópustofnun um nýsköpun og tækni, á vegum Evrópusambandsins. Myndböndin eru öllum aðgengileg til fróðleiks, upplifunar og skemmtunar á vefsíðunni FoodUnfolded (www.foodunfolded.com) ásamt öðrum fróðleik um framfarir tengdar mat og uppruna matar.
Þessi frétt er unnin í góðu samstarfi við Matís
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt23 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






