Frétt
Fyrstu fimm stjörnu hótel landsins
Í fyrsta skipti hafa íslensk hótel nú hlotið fimm stjörnu flokkun samkvæmt viðurkenndu hótelflokkunarkerfi. Um er að ræða The Retreat Bláa Lónsins, sem fær fimm stjörnu Superior flokkun og Hótel Grímsborgir í Grímsnesi sem er fimm stjörnu hótel, að því er fram kemur á vef ferðamálastofu.
Um nokkur tímamót er að ræða. Gæðamál eru íslenskri ferðaþjónustu mikilvæg og hafa stjórnvöld lagt áherslu á þau í stefnumótun fyrir atvinnugreinina. Þetta er því ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð.
Hótelin eru vottuð samkvæmt gæðakerfi Vakans en það er eina viðurkennda hótelflokkunarkerfið hérlendis. Samkvæmt reglugerð um gististaði er óheimilt að auðkenna sig með stjörnum eða öðrum merkjum sem gefa til kynna hvers konar gæðaflokkun nema að undangenginni formlegri gæðaúttekt þriðja aðila sem viðurkennd er af stjórnvöldum.
VAKINN er gæða- og umhverfisvottunarkerfi sem Ferðamálastofa stýrir en markmið þess er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Gæðaviðmið Vakans fyrir hótel byggja á gæðaviðmiðum frá evrópska Hotelstars kerfinu sem leitt er af Hotrec, regnhlífarsamtökum hótela og veitingahúsa í Evrópu. Á heimasíðu Vakans má finna nánari upplýsingar um gæðakerfið og lista yfir þau hótel og gististaði sem uppfylla kröfur til að merkja sig stjörnugjöf.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag