Frétt
Hagnaður veitingastaðanna Local og Serrano dróst verulega saman milli ára
Hjá veitingastöðunum Local og Serrano dróst hagnaður verulega saman milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningum fyrirtækjanna fyrir árið 2018. Þrátt fyrir minni hagnað jukust rekstrartekjur beggja veitingastaða á árinu.
Hjá Serrano var hagnaður af rekstri ársins ríflega 11 milljónir króna samanborið við ríflega 38 milljónir króna árið 2017. Rekstrartekjur jukust um ríflega 23 milljónir króna milli ára og námu 943.965.306 kr. í fyrra.
Rekstri Local svipar mjög til þess sem uppi er á teningnum hjá Serrano þó að fyrirtækið sé talsvert smærra í sniðum. Rekstrartekjur ársins jukust um nær 20 milljónir króna milli ára og námu 369.566.358 kr. í fyrra. Þá skilaði fyrirtækið hagnaði upp á 5.754.092 kr. á síðasta ári og dróst hann saman um rétt tæpar þrjár milljónir króna.
Nánari umfjöllun um málið má finna í ViðskiptaMogga gærdagsins hér.
Mynd: serrano.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur