Uppskriftir
Skyrmiso
Hráefni
3 stk. matarlímsblöð
300 ml mjólk
100 g sykur
170 g skyr
250 ml rjómi
Hunang eða sykur á berin (má sleppa)
Vanilla (má sleppa)
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.
Skraut
(Ber)
300 ml kaffi
100 g svampbotn
100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
Kakóduft stráð yfir til skrauts.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Keppni1 dagur síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Frétt4 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro