Uppskriftir
Eplakaka Milanese
Þessa köku lærði ég að gera hjá Ítölskum kokki sem vann með mér 3 daga í veiðihúsinu í Kjarrá, Þverárhlíð. Þessi kokkur sýndi mér nýja hlið á Ítalskri matreiðslu. Fullkominn eplakaka!
Deig:
250 gr Hveiti
160 gr Smjör
½ Sítróna – börkurinn í ræmur
½ tsk vanillusykur
2 egg
1 gr salt
Fylling:
6 stk græn epli
½ tsk vanillusykur
½ sítróna – börkurinn í ræmur
100 gr sykur
10 ml dökkt romm
Aðferð:
1-Hnoðið saman degið varlega og látið hvílast í kæli í 2 tíma.
2-Fletjið degið út og látið í botninn á forminu.
3-Setjið einnig lag af deginu í hliðar formsins.
4-Setjið fyllingu í formið svo rétt nemi við efstu brún degsins.
5-Setið restina af deginu yfir fyllinguna og sléttið vel.
Fylling:
1-Afhýðið og kjarnskerið eplin og skerið í bita á stærð við nögl.
2-Setjið allt í pott og sjóðið varlega í nokkrar mínútur-Kælið vel.
Bakið við 160 gráður í 50 mínútur takið hana varlega úr forminu og bakið áfram í 20 mínútur við 160 á hvolfi. Stráið flórsykri og látið hvílast í 20 mínútur áður en skorið er niður.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
Mynd: úr safni

-
Keppni12 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata