Starfsmannavelta
Veitingahúsakeðjan Jamie‘s Italian gjaldþrota
Í rúmlega eitt ár hefur hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie´s Italian sem er í eigu stjörnukokksins Jamie Oliver átt í miklum vandræðum.
Fyrir ári síðan þá skuldaði fyrirtækið 71.5 milljón punda og þar af 2.2 milljón punda í laun og önnur launatengt gjöld til starfsfólksins og ljóst var að það stefndi í gjaldþrot.
Sjá einnig: Erfiðleikar hjá Jamie Oliver’s Italian – Fyrirtækið skuldar milljarða
Agnar Fjeldsted, einn af eigendum staðarins í Pósthússtræti, segir í samtali við mbl.is að staðurinn verði áfram rekinn með hefðbundnu sniði. Agnar keypti veitingastaðinn á Íslandi í apríl s.l. ásamt þeim Tómasi Kristjánssyni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Inga Þór Ingólfssyni og Sigtryggi Gunnarssyni.
Áður höfðu eigendur veitingastaðanna Burro, Pablo discobar og Miami átt staðinn í rúmlega hálft ár, en það eru Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigurvaldason.
Sjá einnig: Pablo strákarnir Gunnsteinn og Róbert taka við rekstri Jamie’s
Jamie Oliver biðlaði á sínum tíma til eigendur á húsnæðum sem að veitingastaðirnir hans eru í að lækka leiguna, sem hefur greinilega ekki bjargað fyrirtækinu sem er nú gjaldþrota.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla