Vertu memm

Starfsmannavelta

Veitingahúsakeðjan Jamie‘s Italian gjaldþrota

Birting:

þann

Jamie´s Italian gjaldþrota

Svona tilkynningu má sjá víða á veitingastöðum Jamie´s Italian

Í rúmlega eitt ár hefur hin fræga og vinsæla veitingahúsakeðja Jamie´s Italian sem er í eigu stjörnukokksins Jamie Oliver átt í miklum vandræðum.

Fyrir ári síðan þá skuldaði fyrirtækið 71.5 milljón punda og þar af 2.2 milljón punda í laun og önnur launatengt gjöld til starfsfólksins og ljóst var að það stefndi í gjaldþrot.

Sjá einnig: Erfiðleikar hjá Jamie Oliver’s Italian – Fyrirtækið skuldar milljarða

Agnar Fjeldsted, einn af eigendum staðarins í Pósthússtræti, segir í samtali við mbl.is að staðurinn verði áfram rekinn með hefðbundnu sniði.  Agnar keypti veitingastaðinn á Íslandi í apríl s.l. ásamt þeim Tómasi Kristjánssyni, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Inga Þór Ingólfssyni og Sigtryggi Gunnarssyni.

Áður höfðu eigendur veitingastaðanna Burro, Pablo discobar og Miami átt staðinn í rúmlega hálft ár, en það eru Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigurvaldason.

Sjá einnig: Pablo strákarnir Gunnsteinn og Róbert taka við rekstri Jamie’s

Jamie Oliver biðlaði á sínum tíma til eigendur á húsnæðum sem að veitingastaðirnir hans eru í að lækka leiguna, sem hefur greinilega ekki bjargað fyrirtækinu sem er nú gjaldþrota.

Mynd: skjáskot úr myndbandi

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið