Uppskriftir
Michelin strákarnir með snilldar uppskrift af bleikjutartar
Barði Páll Júlíusson og Víðir Erlingsson matreiðslumenn standa nú í stórræðum, en þeir réðu sig til starfa á veitingastaðinn Koks í Færeyjum.
Sjá einnig: Barði og Víðir hefja störf á Michelin staðnum Koks í Færeyjum
Þeir félagar flugu til Færeyjar í lok febrúar og þá tók við undirbúningur fyrir opnum staðarins en hann opnaði 19. mars s.l. Koks er með 2 Michelin stjörnur.
Barði og Víðir deila hér girnilegri uppskrift af bleikutartar, en þessi réttur var hannaður út frá innblæstri frá Koks:
Bleikjutartar
1 bleikjuflak
Salt
Sítrónusafi
Ólífuolía
Aðferð:
Bleikjan er roðflett, fituhreinsuð og skorin í litla teninga og söltuð (miðið við 15 g af salti á móti 500 g af bleikju).
Bleikjan er látin liggja í saltinu í 1 klst. en er síðan skoluð og þerruð.
Smakkið hana til með ólífuolíu og sítrónusafa.
Dillsósa
150 g ferskt dill
50 g spínat
40 g eplaedik
20 g Dijon-sinnep
50 g vatn
130 g olía
1 g salt
Aðferð:
Setjið allt hráefni í blandara nema olíuna og vinnið vel saman. Olíunni er síðan bætt varlega út í og leyft að vinna vel saman þangað til sósan hefur náð góðri áferð.
Skyr
300 g skyr
15 g grófkorna sinnep
2 g salt
20 g hrásykur
½ stk. sítróna
7,5 g piparrót
Aðferð:
Allt hráefni setti í blandara og unnið saman.
Bankabygg
Byggið er soðið í vatni og sigtað þegar tilbúið. Látið inn í ofn í 3-5 klst. á 60°C og látið þurrkast.
Næst er það djúpsteikt í 200°C heitri olíu og þegar það byrjar að fljóta er það klárt. Sett á pappír til að leyfa olíunni að leka af og saltað.
Í lokin eru litlum gúrkukúlum bætt við ásamt fersku dilli og vatnakarsa.

-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag