Vertu memm

Uppskriftir

Michelin strákarnir með snilldar uppskrift af bleikjutartar

Birting:

þann

Bleikjutartar

Bleikjutartar

Barði Páll Júlíusson og Víðir Erlingsson matreiðslumenn standa nú í stórræðum, en þeir réðu sig til starfa á veitingastaðinn Koks í Færeyjum.

Sjá einnig: Barði og Víðir hefja störf á Michelin staðnum Koks í Færeyjum

Þeir félagar flugu til Færeyjar í lok febrúar og þá tók við undirbúningur fyrir opnum staðarins en hann opnaði 19. mars s.l.  Koks er með 2 Michelin stjörnur.

Víðir Erlingsson og Barði Páll Júlíusson

Víðir Erlingsson og Barði Páll Júlíusson

Barði og Víðir deila hér girnilegri uppskrift af bleikutartar, en þessi réttur var hannaður út frá innblæstri frá Koks:

Bleikjutartar

1 bleikjuflak
Salt
Sítrónusafi
Ólífuolía

Aðferð:
Bleikjan er roðflett, fituhreinsuð og skorin í litla teninga og söltuð (miðið við 15 g af salti á móti 500 g af bleikju).

Bleikjan er látin liggja í saltinu í 1 klst. en er síðan skoluð og þerruð.

Smakkið hana til með ólífuolíu og sítrónusafa.

Dillsósa

150 g ferskt dill
50 g spínat
40 g eplaedik
20 g Dijon-sinnep
50 g vatn
130 g olía
1 g salt

Aðferð:
Setjið allt hráefni í blandara nema olíuna og vinnið vel saman. Olíunni er síðan bætt varlega út í og leyft að vinna vel saman þangað til sósan hefur náð góðri áferð.

Skyr

300 g skyr
15 g grófkorna sinnep
2 g salt
20 g hrásykur
½ stk. sítróna
7,5 g piparrót

Aðferð:
Allt hráefni setti í blandara og unnið saman.

Bankabygg

Byggið er soðið í vatni og sigtað þegar tilbúið. Látið inn í ofn í 3-5 klst. á 60°C og látið þurrkast.

Næst er það djúpsteikt í 200°C heitri olíu og þegar það byrjar að fljóta er það klárt. Sett á pappír til að leyfa olíunni að leka af og saltað.

Í lokin eru litlum gúrkukúlum bætt við ásamt fersku dilli og vatnakarsa.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið