Keppni
Eyrún, Hákon og Lena keppa til úrslita í Nemakeppni Kornax 2019
Hörð barátta var í undankeppni í Nemakeppni Kornax í bakstri 2019 þar sem sjö keppendur kepptu um þrjú efstu sætin í úrslitakeppnina, en keppnin var haldin í bakaradeild Hótel- og matvælaskólans í Menntaskólanum í Kópavogi.
Keppendur áttu að baka eina stóra brauðtegund, smábrauðategund og þrjár vínarbrauðstegundir að auki skraut-stykki sem var frjálst þema.
Þeir sem kepptu í undankeppninni voru (raðað í stafrófsröð):
- Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Reynir bakari
- Eyþór Andrason, Bakarameistarinn
- Fannar Yngvi Rafnarsson, Björnsbakarí
- Hákon Hilmarsson, Aðalbakarinn Siglufirði
- Jakob H. P. Burgel Ingvarsson, Guðna bakarí
- Lena Björk Hjaltadóttir, Sandholt
- Viktor Ingason IKEA bakarí
Úrslit
Það voru síðan Eyrún Margrét Eiðsdóttir, Hákon Hilmarsson og Lena Björk Hjaltadóttir sem komust áfram í úrslitakeppnina sem fram fer 22. og 23. febrúar næstkomandi. Fylgist vel með hér á veitingageirinn.is.
Myndir: Ásgeir Þór Tómasson
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn21 klukkustund síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup







