Starfsmannavelta
Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut lokað
Starfsemi staðanna Le Kock í Ármúla 42 og Deig, Seljabraut er komin undir eitt og sama þak í húsnæði á Tryggvagötu 14.
„Áður en lengra er haldið viljum við gera öllum ljóst að Le Kock og Deig er ekki útbrunnið og lokað að eilífu. Framundan eru ótrúlega spennandi tímar fyrir okkur á Le Kock.“
segir í tilkynningu á facebook síðu Le Kock.
Sjá einnig: Le KocK opnar í miðbænum
„Ákvörðunin um lokun staðanna tveggja var þungbær í byrjun en okkur varð fljótlega ljóst að til þess að vaxa enn frekar og framkvæma hugmyndir okkar sem við lögðum upp með í upphafi og gera þær að veruleika, þá varð að stíga þessi skref til fulls.
Húsnæði okkar í Tryggvagötunni gerir okkur kleift að vinna allir saman undir sama þaki aftur og halda áfram að skapa eitthvað nýtt og spennandi, alla daga. Það er eitthvað sem var alltaf lagt með í upphafi og eitthvað sem hefur minnkað á liðnu ári.“
Undir þessa tilkynningu skrifa þeir félagar og eigendur, Markús í kvartbuxum, Knútur öskrandi og Kalli með sósu í hárinu.
Fleiri fréttir um Le Kock og Deig hér.
Meðfylgjandi mynd var birt með tilkynningunni: facebook / Le KocK
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir






