Pistlar
Einar Valur: „Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér“
Hér að neðan er pistill sem að Einar Valur Erlingsson skrifaði fyrir verkenið Fólkið í Eflingu.
Einar 23 ára ára og stefnir á að læra að verða framreiðslumaður í Hótel og matvælaskólanum.
„Ég er 23 ára og 101 Reykvíkingur og hlusta á rokk, ekki alveg þungarokk en næstum því. Hérna á staðnum spila ég playlista sem heitir Coffee Table Jazz sem er mjög róleg og þægileg tónlist.
Ég var í miðju matarboði hjá afa þegar það kom til tals að konunni hans vantaði þjón tímabundið á Harry´s sem hún hafði umsjón með. Ég spurði hvort ég mætti prófa sem ég fékk að gera og leysti af í eina viku. Ég vann hinsvegar í eitt ár í vaktavinnu hjá 10/11 áður en ég fékk vinnu á steikhúsi í litlu húsi við Laugarvegin, en þar var ég í eitt ár eða þangað til að húsið var rifið undir bílastæði fyrir hótel. Þegar ég missti vinnuna fór ég að leita fyrir mér og einhver benti mér á að tala við Svenna á Aalto sem ég gerði og hann réð mig og hérna hef ég staðið vaktina í eitt ár.
Mamma hefur þjónað mikið í gegnum árin á ýmsum stöðum og stundum fór hún í uppvaskið en í dag er hún gæðastjóri á Hóteli. Þegar ég byrjaði hér þá var mamma að gefa mér góð ráð, hún kenndi mér hvernig ég ætti að umgangast yfirmennina, ef þeir eru góðir þá ætti ég að tala beint út við þá og vera hreinskilinn en ef þeir eru miður góðir þá ætti ég að finna mér aðra vinnu, hún fór víst einu sinni með launaseðilinn í Eflingu og hennar yfirmaður var ekki par ánægður með það. Veitingabransinn hefur fengið vont orð á sig sem er ekki sanngjarnt, af því það fyrirfinnast allskonar staðir, og margir þeirra eru mjög vel reknir og hafa ekkert að fela en það er í þessu eins og öðru að einn vondur staður kemur óorði á alla hina.
Það sem ég elska við starfið mitt er að gera fólk ánægt. Hingað komu hjón í mat sem voru svo döpur og töluðu lítið við hvort annað en ég náði að hrista upp í þeim – Ég spurði hvaðan þau kæmu og við byrjuðum að spjalla og í lokin bauð ég þeim upp á dessert og þau fóru ánægð út. Það er þetta sem ég fíla, á einhvern hátt að bæta daginn hjá fólki með einhverju litlu, hvort sem það er með góðum mat eða spjalli eða fá fólk til að hlæja það gefur mér tilgang til þess að halda áfram og ég stefni ég þjónanám í MK.
Ég hef ekki hitt neina arrogant franska þjóna en ég hef heyrt af þeim. Vinkona mín kann frönsku og fór með mömmu sinni til Parísar, þjónninn tók pöntun af mömmunni á ensku og vinkona mín heyrði hann svo blóta þeim mægðum við kollega sinn, hann var æfur yfir því að þær töluðu ekki frönsku.
Það er kannski einn af ókostunum við starfið að kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér. Ég hef orðið vitni að því þegar fólk hefur orðið pirrað yfir verðinu á matnum eða kaffinu. Einhver vildi telja mér trú um að kaffið væri ódýrara á tilteknu kaffihúsi en ég vissi betur af því að ég hafði einmitt verið á þessu kaffihúsi daginn áður og mundi verðið á kaffibollanum upp á krónu. En ég get ekki farið að rökræða við gestinn, hann veit alltaf best.“
Mynd: efling.is
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni