Frétt
Kornið lokar útsölustöðum
Kornið bakarí hyggst loka að minnsta kosti þremur útsölustöðum sínum á næstunni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.
Þar mun ætlunin að loka bakaríinu við Strikið í Garðabæ og í Lóuhólum í Breiðholti. Eins hyggst fyrirtækið loka dyrum sínum í Lækjargötu. Þá munu stjórnendur fyrirtækisins einnig kanna möguleikann á því að loka starfseminni sem rekin er í Borgartúni 29 í Reykjavík.
ViðskiptaMogginn leitaði viðbragða Helgu Kristínar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, en hún tók við stöðunni í febrúar á síðasta ári í kjölfar eigendaskipta.
„Við tókum við fyrirtækinu og þá lá ljóst fyrir að fara þyrfti í breytingar á rekstrinum sem ekki hafði gengið nægilega vel,“ segir Helga Kristín.
Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.
Kornið bakarí var stofnað árið 1982 en árið 2017 tóku nýir eigendur við rekstrinum. Kornið starfrækir nú 12 verslanir á höfuðborgarsvæðinu og eina í Njarðvík.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






