Keppni
Karina Tamm er Heimsmeistari barþjóna 2018 – Grétar stóð sig frábærlega

Grétar fagnar hér gullinu í sínum flokki short drinks, sem tryggði honum rétt til að keppa í úrslitum.
Mynd: facebook / IBA
Nú rétt í þessu voru úrslit kynnt í Heimsmeistaramóti Barþjóna á glæsilegum hátíðarkvöldverði sem haldið var í Tallinn höfuðborg Eistlands og var það Karina Tamm sem hreppti titilinn Heimsmeistari barþjóna 2018.
Það var Íslandsmeistari barþjóna 2018 Grétar Matthíasson sem keppti fyrir hönd Íslands, en hann sigraði í gær í sínum flokki short drinks sem kom honum í sex manna úrslit og var það eins og áður segir Karina Tamm sem sigraði. Einungis er 1. sætið gefið upp, en engu að síður frábær árangur hjá Grétari.
Grétar keppti með drykkinn Peach Perfekt, sem samanstóð af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Alls voru 62 keppendur frá 62 löndum sem kepptu í 5 mismunandi flokkum Longdrinks, Afterdinner, Bartender choice, Sparkling og Short drinks.
Samhliða heimsmeistarakeppninni var haldin Flair keppni þar sem Danilo Oribe frá Úrúgvæ hreppti gullið, en alls kepptu 34 keppendur í Flair.
Grétar er bæði lærður sem matreiðslu-, framreiðslumaður og starfar sem rekstrarstjóri á Grillmarkaðinum.
Óskum Grétari innilega til hamingju með árangurinn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Markaðurinn1 dagur síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði





