Keppni
Karina Tamm er Heimsmeistari barþjóna 2018 – Grétar stóð sig frábærlega

Grétar fagnar hér gullinu í sínum flokki short drinks, sem tryggði honum rétt til að keppa í úrslitum.
Mynd: facebook / IBA
Nú rétt í þessu voru úrslit kynnt í Heimsmeistaramóti Barþjóna á glæsilegum hátíðarkvöldverði sem haldið var í Tallinn höfuðborg Eistlands og var það Karina Tamm sem hreppti titilinn Heimsmeistari barþjóna 2018.
Það var Íslandsmeistari barþjóna 2018 Grétar Matthíasson sem keppti fyrir hönd Íslands, en hann sigraði í gær í sínum flokki short drinks sem kom honum í sex manna úrslit og var það eins og áður segir Karina Tamm sem sigraði. Einungis er 1. sætið gefið upp, en engu að síður frábær árangur hjá Grétari.
Grétar keppti með drykkinn Peach Perfekt, sem samanstóð af Finlandia vodka, peachtree, barbeito veremar reserva, giffard wild eldflower líkjör, lime safa og ferskju.
Alls voru 62 keppendur frá 62 löndum sem kepptu í 5 mismunandi flokkum Longdrinks, Afterdinner, Bartender choice, Sparkling og Short drinks.
Samhliða heimsmeistarakeppninni var haldin Flair keppni þar sem Danilo Oribe frá Úrúgvæ hreppti gullið, en alls kepptu 34 keppendur í Flair.
Grétar er bæði lærður sem matreiðslu-, framreiðslumaður og starfar sem rekstrarstjóri á Grillmarkaðinum.
Óskum Grétari innilega til hamingju með árangurinn.

-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni12 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards