Frétt
Myndir frá Fiskideginum Mikla

Áætlað er að ríflega 30 þúsund manns hafa komið á hátíðarsvæðið við Dalvíkurhöfn. Dagskrá á sviði hófst klukkan 11:00 að morgni og stóð sleitulaust til klukkan 17:00.
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli var haldin í 18. sinn nú um helgina. Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafa gaman og borða fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtun á hátíðarsvæðinu ókeypis.
Fréttayfirlit: Fiskidagurinn mikli
Meðfylgjandi myndir tók Bjarni Eiríksson.

Fiskisúpukvöldið sem svo sannarlega hefur slegið í gegn, var haldið í 14. sinn. Súpukvöldið hófst að vanda kl. 20:15 á föstudagskvöldinu en þar buðu íbúar gestum og gangandi heim í fiskisúpu og að njóta einlægrar gestrisni.

Yfirkokkur hátíðarinnar var Friðrik V. og aðstoðarkokkar voru Arnþór Sigurðsson og Arnrún Magnúsdóttir.

Frá upphafi hefur Fiskidagurinn mikli heiðrað þá sem hafa með einhverjum hætti haft áhrif á atvinnusögu okkar og íslenskan sjávarútveg.
Í ár veitti Fiskidagurinn mikli viðurkenningu fyrir framlag til menntunnar sjómanna og heiðraði Júlíus Kristjánsson fyrir hans mikilvæga þátt í uppbyggingu og umsjón með skipstjórnarfræðslu á Dalvík.

Á Fiskideginum mikla frá upphafi hefur Skarphéðinn Ásbjörnsson með hjálp góðra manna sett upp fiskasýningu. Gestafjöldinn var mikill á sýningunni og áhugi og undrun fólks leyndi sér ekki. Fyrir fiskasýninguna í ár bar vel í veiði þar sem að sýningunni barst hákarlstegundin hamarshaus/Hammerhead.

Enn á ný var lagt af stað með stórtónleika að kvöldi Fiskidagsins mikla. Á sjöunda tug tæknimanna, söngvara og hljóðfæraleikara tóku þátt í þessari stórsýningu. Meðal þeirra sem komu fram voru heimamennirnir Friðrik Ómar, Matti Matt og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Auk þeirra voru Ragnheiður Gröndal, Helga Möller, Helgi Björnsson, Katrín Halldóra, Egill Ólafsson, Jói P og Króli, Jón Jónsson, Páll Rósinkrans og Eiríkur Hauksson.
Myndir: Bjarni Eiríksson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays













