Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Gissur Guðmundsson á ferð og flugi

Birting:

þann

Gissur á WACS ráðstefnunni sem haldin var í Dubai árið 2008

Gissur Guðmundsson matreiðslumeistari situr ekki auðum höndum eftir að hann var kjörin forseti alheimssamtaka Klúbbs Matreislumeistara (WACS) í maí í fyrra, en hann hefur verið á ferð flugi út um allann heim.

Gissur undirbýr sig núna að fara til Kúbu þar sem hann kemur til með að taka þátt í Matarfestivali sem kemur til með að tanda yfir í þrjá daga, því næst flýgur hann til Sao Palo í Brasilíu þar sem Global Chefs Challenge Semi-Final fyrir America verður haldin og dvelur þar einnig í þrjá daga.

Gissur stoppar stutt hér á íslandi eða ekki nema í einn dag eftir Brasilíuferðina, því að hann kemur til með að fljúga til Moskvu til að dæma í matreiðslu og halda fund með Rússnesska kokkaklúbbnum þar í landi.  Þaðan er förinni heitið til Baku í Azerbaijan þar sem Gissur verður heiðursgestur á hátíð í tilefni Islams.  Gissur er búinn að vera á ferð og flugi síðan 26. ágúst og hefur verið í Noregi, Bangkok, Sydney, Innsbruk í Austuríki og framundan er Kína, Mið rússland, Bangkok aftur, Brasília aftur, Mílanó, París svo eitthvað sé nefnt.

Í samtali við freisting.is sagði Gissur aðspurður um þau verkefni sem hann hefur verið að vinna í og hvað framundan er:

„Við höfum haft í nóg að snúast, nýtt Certification system verður kynnt í Chile.  Ný heimasíða opnuð 1. september á fjórum tungumálum, undirbúningur vegna þings í Chile og margt annað sem við vinnum hörðum höndum að.

Ég er ákaflega heppinn með félaga, Hilmar og Helgi eru komnir á fullt inn í samtökin og búnir að kynnast fortíðinni og eru á fullu að skapa framtíðina með mér.  Nýjar reglur eru komnar vegna Heimsmeistara keppninnar á næsta ári og verða þær einnig notaðar á næstu Ólympíuleikum.  Einnig er ég ánægður með að við erum ný komnir með 6 alþjóðlega dómara og vona að það muni skapa mörg tækifæri fyrir framtíðina.

Sakna þess að komast ekki á fundi og heyra hvernig gengur, en vona að ég komist á Desember og Janúar fund“, sagði Gissur að lokum.

Heimasíður Wacs:

www.worldchefs.org

www.wacs2000.org

Mynd: wacs2000.org

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið