Vertu memm

Frétt

Keahótel ehf. kaupir Hótel Kötlu

Birting:

þann

Hótel Katla við Vík í Mýrdal

Hótel Katla við Vík í Mýrdal

Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal, hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur.

Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt veitingastað sem tekur allt að 200 manns í sæti. Hótelið stendur í landi Höfðabrekku sem er í 5 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Í landi Höfðabrekku er einstök náttúrufegurð og hefur það verið nýtt sem sviðsmynd í ótal kvikmyndaverkefni og sjónvarpsþætti s.s. Game of Thrones og Hrafninn Flýgur.

Svæðið í kringum Vík í Mýrdal er meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins og hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu síðustu ár.

„Hótel Katla er einstaklega vel staðsett í fallegu umhverfi og sjáum við mikla möguleika til frekari uppbyggingar á svæðinu“

segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótela ehf.

Hótel Katla verður tíunda hótelið sem rekið verður undir merkjum Keahótela, en fyrir rekur það sex hótel í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi með samtals 794 herbergi.

Kaupin eru frágengin og er kaupverðið trúnaðarmál.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið