Frétt
Keahótel ehf. kaupir Hótel Kötlu
Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal, hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur.
Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt veitingastað sem tekur allt að 200 manns í sæti. Hótelið stendur í landi Höfðabrekku sem er í 5 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Í landi Höfðabrekku er einstök náttúrufegurð og hefur það verið nýtt sem sviðsmynd í ótal kvikmyndaverkefni og sjónvarpsþætti s.s. Game of Thrones og Hrafninn Flýgur.
Svæðið í kringum Vík í Mýrdal er meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins og hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu síðustu ár.
„Hótel Katla er einstaklega vel staðsett í fallegu umhverfi og sjáum við mikla möguleika til frekari uppbyggingar á svæðinu“
segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótela ehf.
Hótel Katla verður tíunda hótelið sem rekið verður undir merkjum Keahótela, en fyrir rekur það sex hótel í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi með samtals 794 herbergi.
Kaupin eru frágengin og er kaupverðið trúnaðarmál.
Mynd: aðsend

-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag