Frétt
Keahótel ehf. kaupir Hótel Kötlu
Keahótel ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel Kötlu við Vík í Mýrdal, hótelið verður áfram rekið undir sama nafni og mun reksturinn að mestu leyti haldast óbreyttur.
Hótel Katla er þriggja stjörnu heilsárshótel með 103 herbergi ásamt veitingastað sem tekur allt að 200 manns í sæti. Hótelið stendur í landi Höfðabrekku sem er í 5 km fjarlægð frá Vík í Mýrdal. Í landi Höfðabrekku er einstök náttúrufegurð og hefur það verið nýtt sem sviðsmynd í ótal kvikmyndaverkefni og sjónvarpsþætti s.s. Game of Thrones og Hrafninn Flýgur.
Svæðið í kringum Vík í Mýrdal er meðal vinsælustu ferðamannastaða landsins og hefur mikil uppbygging átt sér stað á svæðinu síðustu ár.
„Hótel Katla er einstaklega vel staðsett í fallegu umhverfi og sjáum við mikla möguleika til frekari uppbyggingar á svæðinu“
segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótela ehf.
Hótel Katla verður tíunda hótelið sem rekið verður undir merkjum Keahótela, en fyrir rekur það sex hótel í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi með samtals 794 herbergi.
Kaupin eru frágengin og er kaupverðið trúnaðarmál.
Mynd: aðsend
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi






