Vertu memm

Frétt

Friðrik matreiðslumeistari bauð upp á vinsælar fisktegundir í París

Birting:

þann

Friðrik Sigurðsson er matreiðslumeistari

Friðrik Sigurðsson (fyrir miðju) er matreiðslumeistari hjá utanríkisráðuneytinu

Mikil aukning hefur verið á útflutningi sjávarafurða til Frakklands á liðnum árum. Frakkland er nú stærsti markaðurinn fyrir ferskan þorsk.

Þann 24. janúar sl. skipulagði Íslandsstofa kynningarfund fyrir hönd Ábyrgra fiskveiða í samstarfi við sendiráðið í París. Á fundinn var boðið dreifingaraðilum og kaupendum á sjávarafurðum og á dagskránni var kynning á fiskveiðistjórnun Íslendinga, fiskirannsóknir og vottun fiskveiða undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Einnig var rætt um markaðsmál og samstarf um kynningu á sjávarafurðum á franska markaðinum. Auk þess var fundað sérstaklega með tveimur umhverfisverndarsamtökum, WWF og Ethnic Ocean (áður Seaweb).

Kristján Freyr Helgason sérfræðingur sem er staðsettur í sendiráðinu í Brussel kynnti fiskveiðistjórnun, útskýrði aflareglur við stjórn fiskveiða, skipulag eftirlits o.fl. Þorsteinn Sigurðsson lýsti starfsemi sinnar stofnunar, Haf og vatn, á sviði fiskirannsókna og ráðgjafar. Finnur Garðarsson sagði frá vottunarmálum undir merkjum Iceland Responsible Fisheries, en þrjár tegundir eru nú í ferli í fullnaðarvottun: langa, keila og íslenska sumargotssíldin. Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu sagði frá markaðsmálum og tækifæri til samstarfs í kynningu á íslenskum sjávarafurðum. Hrefna Karlsdóttir frá SFS tók saman helstu þætti í kynningunum og kom líka inn á árangur í íslenskum sjávarútvegi s.s. á sviði umhverfismála, minnkuð eldsneytisnotkun í skipaflotanum.

Friðrik Sigurðsson er matreiðslumeistari

Að loknum kynningum smökkuðu gestir á íslenskum kræsingum sem Friðrik Sigurðsson, matreiðslumeistari, hafði matbúið úr þorski, ufsa, löngu, steinbít og karfa, sem allt eru vinsælar tegundir í Frakklandi, og fundargestir gátu rætt nánar um málefni fundarins við framsögufólkið.

Myndir: responsiblefisheries.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið