Keppni
Úrslitakeppni í Kokkur ársins 2018 fer fram í dag

Keppendur í úrslitum 2018.
F.v. Þorsteinn Geir Kristinsson Fiskfélaginu, Sigurjón Bragi Geirsson Garra, Iðunn Sigurðardóttir Matarkjallaranum, Bjartur Elí Friðþjófsson Grillmarkaðnum, Garðar Kári Garðarsson Deplar Farm.
Fimm manna úrslitakeppni í Kokkur ársins keppninni fer fram í Hörpu í dag, laugardag 24. febrúar. Keppendur sem munu keppa um titilinn Kokkur ársins 2018:
- Bjartur Elí Friðþjófsson, Grillmarkaðnum
- Garðar Kári Garðarsson, Eleven Experience- Deplar Farm
- Iðunn Sigurðardóttir, Matarkjallaranum
- Sigurjón Bragi Geirsson, Garra
- Þorsteinn Geir Kristinsson, Fiskfélaginu
Keppendur elda 3ja rétta matseðil úr svokallaðri leyni körfu (Mistery basket). Keppendur fengu að vita í gær hvaða hráefni eru í boði og hafa svo 5 klst til að undirbúa matinn. Verkefnið er að gera forrétt úr rauðsprettu, úthafsrækjum og sellerí. Aðalrétt úr nautalundum, nautakinnum og kálfabrisi og eftirrétturinn skal innihalda mysuost, súrmjólk, sítrónu timían og salthnetur. Húsið er opið fyrir alla gesti kl: 13 –18, eftir kl 18.00 er einungis opið fyrir þá sem hafa tryggt sér miða á kvöldverð samhliða keppninni þar sem Andri Freyr og Kokkalandsliðið munu sjá um stemninguna. Borgarstjóri Dagur B Eggertsson krýnir Kokk ársins 2018 í lok kvölds. Mynd: Sigurjón Ragnar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum