Keppni
Nemakeppni Kornax í bakstri – Forkeppnin haldin 2. mars
Forkeppni í nemakeppni Kornax í bakstri verður haldin 2. mars næstkomandi. Keppnin fer fram í bakaradeild stofu v207 í Hótel- matvælaskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi.
Keppendur
Hópur 1.
Mæting kl 8:30 í Björnsstofu, föst. 2. mars. – kl. 9.00-14:00
- Víðir Valle, IKEA
- Viðar Logi Pétursson, Bikk
- Jófríður Kristjana Gísladóttir, Kruðerí
Hópur 2.
Mæting 14:00 í Björnsstofu, föst. 2. mars. – kl. 14.30-19:30
- Hrólfur Erling Guðmundsson, Hjá Jóa Fel
- Karen Eva Harđardòttir, Brauð & co
- Hákon Hilmarsson, Aðalbakarinn Siglufirði
Úrslit verða kynnt samdægurs um klukkan 20:30.
Keppnisfyrirkomulag og reglur:
A. – 1 stór brauðategund 500 – 800 gr. 10 stk. af teg. Engar nánari skilgreiningar, frjálsar aðferðir.
B. – 1 smábrauðategund 30 stk. á 40 – 80 gr. Þema : morgunverðar brauð. Ekki leyft að rúlla smjörlíki í deigið. Að öðru leyti frjálst.
C. – 3 vínarbrauðstegundir 40 – 70 gr. eftir bakstur. 20 stk. af tegund. Frjáls úrvinnsla úr afgangi af deigi, þó að hámarki úr 500 gr. af deigi.
D. – Skraut stykki. Frjálst þema.
E. – Uppstilling á fyrirfram dúkað borð í Björnsstofu. Stærð ca. 120 x 80 cm. með hvítum dúkum.
Sérstök athygli skal vakin á því að ekkert annað en keppnisframleiðslan er leyfð á borðið.
Tímaröðun keppenda verður tilkynnt síðar
Keppnisreglur í forkeppninni
- Keppendur hafa 5 klst. sem þeir mega nota að vild.
- Ath. allt mjöl og korn skal vera frá Kornax og verður það ásamt öllum grunn-hráefnum á keppnisstað.
- Engar mjölblöndur (brauðamix) eru leyfðar.
- Keppendum er heimilt að nota hjálparefni svo sem gernæringarefni, súrdeig, litarefni o.þ.h. að höfðu samráði við dómara.
- Keppendum er heimilt að koma með slík efni með sér ef þau eru ekki til á keppnisstað en tilkynna skal um slíkt fyrirfram.
- Öll deig skulu vera fyrirfram útreiknuð og nákvæmlega löguð. Deig afgangar mega ekki vera meiri en 250 grömm í hverri deigtegund.
- Reiknuð eru 5 refsistig fyrir hver byrjuð 250 grömm eftir það.
- Keppendur verða að hafa lokið öllum frágangi á vinnustöð og í bakaríi ásamt uppstillingu á 5 klst.
- Reiknuð eru 5 refsistig á hverjar byrjaðar 5 mínútur sem keppandi fer umfram 5 klukkustundir. (keppandi stöðvaður eftir 15 mín.)
- Þegar keppandi hefur lokið öllu skal hann láta dómara vita.
- Keppendur mega koma með skrautdeig útrúllað, tilbúð til að skera út, fyllingar og glassúr.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta9 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac