Vertu memm

Keppni

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Birting:

þann

Þá liggja fyrir úrslit í hinni sívinsælu Smákökukeppni Kornax sem haldin var núna í nóvember og er orðin partur af undirbúningi jólanna hjá svo mörgum.

Þetta var 15. árið sem keppnin er haldin í frábæru samstarfi við Nóa Síríus og okkar samstarfsaðila.

Dómnefnd keppninnar var að þessu sinni skipuð miklum matgæðingum og samfélagsmiðlastjörnum ásamt sigurvegara keppninnar frá því í fyrra, en þau sem dæmdu eru;

  • Auðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa-Síríus
  • Linda Benediktsdóttir matarbloggari og áhrifavaldur
  • Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður og matgæðingur
  • Linda Björk Markúsdóttir sigurvegari keppninnar 2022
  • Jóhannes Freyr Baldursson Deildarstjóri matvælasviðs Kornax

Eftir umfangsmiklar smakkanir hjá dómurum komust þeir að þeirri niðurstöðu að Í fyrsta sæti væri Dagný Marinósdóttir og dóttir hennar Þórey María Kolbeinsdóttir með kökuna Þriggja seta jól.  Í öðru sæti var Nína Björk Þórsdóttir með  Karamellu Nínur og í þriðja sæti var svo Baldvin Lár Benediktsson með Brownie karamellutoppa.

Veitt voru vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin sem komu frá okkar frábæru samstarfsaðilum.

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Í fyrsta sæti í smákökusamkeppni Kornax urðu Dagný Marinósdóttir og dóttir hennar Þórey María Kolbeinsdóttir. Dagný var erlendis og það voru því dætur hennar sem komu að sækja vinningana

1. sæti
Kitchen Aid hrærivél ( Artisan 185 línan ) frá Raflandi í lit að eigin vali
Gjafabréf að upphæð kr. 50.000.- frá Nettó
Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk í Hveragerði
Gjafabréf að upphæð kr. 20.000.- á veitingastaðnum Apótek Kitchen & Bar
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x Sky miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Í öðru sæti var Nína Björk Þórsdóttir

2. sæti
Gjafabréf að upphæð kr. 30.000.- frá Nettó
Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðnum Apótek Kitchen & Bar í Afternoon Tea
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x pure miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn

Úrslit Smákökusamkeppni Kornax 2023

Í þriðja sæti var svo Baldvin Lár Benediktsson

3. sæti
Gjafabréf að upphæð kr. 20.000.- frá Nettó
Aðgangur að Sky Lagoon – 2x pure miðar
Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú eggjum
Kornax hveiti í baksturinn

Kornax óskar verðlaunahöfum keppninnar innilega til hamingju með árangurinn og þakkar öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt í keppninni.

Uppskriftirnar af verðlaunasmákökunum má finna á vef Líflands – Kornax

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið