Íslandsmót barþjóna
Þessi keppa til úrslita á sunnudaginn – RCW: myndir og vídeó
Í gær fóru fram undankeppnir í Íslandsmóti Barþjóna (IBA) og þemakeppni Reykjavík Cocktail Weekend sem að þessu var Whiskey-Diskó.
Hátt í 30 keppendur voru skráðir til leiks og komust 3 keppendur í hvorri keppni áfram í úrslitakeppnina sem fram fer sunnudaginn 4. febrúar n.k. á milli klukkan 14:00 til 16:00 í Gamla Bíó.
Vídeó
Frá keppnunum í gærkvöldi:
Einnig var tilkynnt um hvaða 5 staðir keppa til úrslita í keppninni um Reykjavík Cocktail Weekend drykkinn, en sú keppni fer þannig fram að hver og einn af þeim stöðum sem taka þátt í að tilnefna 1 drykk af sínum RCW seðli til þátttöku.
Þeir keppendur og staðir sem komust áfram voru (raðað eftir stafrófsröð):
Íslandsmót Barþjóna (IBA)
– Árni Gunnarsson (Soho)
– Grétar Matthíasson (Grillmarkaðurinn)
– Elna María Tómasdóttir (Nauthóll)
Whiskey Diskó – Þemakeppni
– Hanna Katrín Ingólfsdóttir (Grillmarkaðurinn) – Þema: Green is good
– Helgi Aron Ágústsson (Pablo Discobar) – Þema: Smoky Tony
– Sævar Helgi Örnólfsson (Sushi Social) – Þema: Tony Montana’s Disco
Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn
– Apótek Restaurant
– Geiri Smart
– Út í bláinn
– Sushi Social
– Public House Gastropub
Með fylgja myndir frá gærkvöldi sem að ljósmyndarinn Þorgeir Ólafs tók.
Myndir
Myndir: Þorgeir Ólafs
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Starfsmannavelta19 klukkustundir síðan
Valkyrjan lokar
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli4 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Innnes tekur við sölu og dreifingu á vínum frá Bolla