Vertu memm

Frétt

Dominique Plédel veitt heiðursverðlaunin – SVUNTAN 2017 – Myndir

Birting:

þann

Heiðursverðlaunin SVUNTAN - FÆÐA /FOOD

Guðbjörg Gissurardóttir eigandi tímaritsins Í boði náttúrunnar og Dominique Plédel Jónsson í svuntunni góðu.
Verðlaunagripurinn er vegleg farandssvunta úr leðri, en verðlaunin verða framvegis veitt árlega.

Á föstudaginn s.l. var fagnað í Mathöllinni á Hlemmi útgáfu annars tölublaðs árlega matartímaritsins, FÆÐA /FOOD sem útgáfan Í boði náttúrunnar gefur út. Á staðnum voru flestir þeir sem að blaðinu koma, ljósmyndarar, pennar og matarstílistar auk fagfólks úr matargeiranum og matgæðingar.

Í veislunni voru í fyrsta sinn veitt heiðursverðlaunin – SVUNTAN 2017, en tilgangur verðlaunana er að heiðra manneskju sem hefur haft mikil áhrif á varðveislu íslenskrar matarmenningar og hvatt til aukinnar sjálfbærni í matarframleiðslu.

Heiðursverðlaunin SVUNTAN - FÆÐA /FOOD

Verðlaunin voru veitt af Guðbjörgu Gissurardóttir eiganda útgáfunnar Í boði náttúrunnar og þau gefin gestaritstjóra blaðsins í þetta sinn; Dominique Plédel Jónsson stofnanda Slow Food samtaka Íslands sem hefur unnið ötult starf fyrir íslenska matarmenningu.

Í ræðunni var sagt að Dominique ætti að standa fyrir hugtakið matgæðingur í íslenskri orðabók og henni þakkað fyrir það mikilvægar starf sem hún hefur sinnt; en hún er einnig stofnmeðlimur Samtaka lífrænna neytenda, hefur skrifað um mat og vín um árabil, verið í stjórn neytendasamtakana tengt matarframleiðslu, starfrækt vínskóla og opnað augu margra hvað varðar staðbundið hráefni og varðveislu matarmenningarinnar.

„Þetta snerti mig djúpt og viðurkenningin er meira fyrir hugsjónina en mína persónu. Að vera gestaritstjóri fyrir þetta gullfallega tímarit sem er stútfullt af efni sem er hvergi annars staðar tekið upp gerir mig stolta og samstarfið var með eindæmum gefandi.“

, sagði Dominique um heiðursverðlaunin.

En tímaritið sjálft var einnig miðpunktur veislunnar og gestirnir gátu ekki hamið sig um að fletta þessu 140 síðnar sérriti um mat. FÆÐA/FOOD – A little taste of Iceland, er framsækið tímarit um mat og matarmenningu Íslands sem kemur út árlega og er bæði á íslensku og ensku. Það fjallar um mat frá ýmsum sjónarhornum; varpað ljósi á áhugaverðar sögur úr matarmenningu okkar, gert spennandi tilraunir með mat, farið er ofan í saumana á vannýttum hráefnum, fjallað um ýmsar nýjungar svo eitthvað sé nefnt.

Með fylgja myndir frá útgáfuteitinu í Mathöllinni á Hlemmi sem að fréttamaður veitingageirans tók.

Tímaritið fæst í öllum helstu bókabúðum og sérverslunum ásamt því að fást í NY, London, Amsterdam, Berlín og Stokkhólmi. Blaðið hefur vakið verðskuldaða athygli út fyrir landsteinanna og hefur fangað athygli erlendra fjölmiðla sem fjalla um tímarita útgáfur.

Sýnishorn úr FÆÐA /FOOD

Stórt viðtal við Michelin kokkinn Gunnar Karl, grein um skyr í víðu samhengi, matarskúlptúrar, geymsluaðferðir á mat, Nanna Rögnvalds, uppskriftarblað og margt fleira:

 

Heimasíða: www.ibn.is

 

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið