Keppni
KM dómaranámskeið og NKF dómaranámskeið
Íslenskt dómaranámskeið á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara verður haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi föstudaginn 17. apríl kl. 14:00 til 17:00. Ragnar Wessman kennslustjóri og Jakob H. Magnússon alþjóðadómari verða leiðbeinendur og munu fara yfir dómarareglur og kynna ýmsa þætti varðandi dómgæslu í matreiðslukeppnum.
Þátttakendur öðlast rétt til þátttöku í keppnum innanlands á vegum Klúbbs Matreiðslumeistara. Námskeiðsgjald er 20.000.-
Norrænt dómaranámskeið á vegum NKF, samtaka norrænna matreiðslumanna verður síðan haldið í tengslum við NKF þingið og matreiðslukeppnirnar í Laugardalshöllinni föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí 2009. Þáttakendur öðlast rétt til dómgæslu í alþjóðlegum keppnum á vegum NKF.
Leiðbeinendur eru Sven Magnus Gjönvik frá Noregi og Kurt Weid frá Svíþjóð. Einungis tveir matreiðslumenn frá hverju Norðurlandanna komast á það námskeið að undangegnu námskeiði í sínu heimalandi fyrst. Námskeiðsgjald er um 4000 Skr.
Námskeiðin eru styrkhæf hjá Matvís , nánar hjá Matvís.is.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst við Jakob í síma 8640499 eða á [email protected]
Mynd: Smári
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn Parma flytur – Leó Máni: Við höfum fengið mjög góðar móttökur….
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ris a la mande ostakaka í glösum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar á Laugaveginum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ferskur kavíar er kominn í hús
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ljúffengir léttkryddaðir andarleggir – fullkomin villibráð
-
Frétt2 dagar síðan
Afhendingartími eggja lengdur
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel8 klukkustundir síðan
Wok to Walk opnar á Íslandi – Einar Örn: það er mjög spennandi að taka þátt í opnuninni hér heima ….