Smári Valtýr Sæbjörnsson
Miklar framkvæmdir á Víkinni | Snorri Birgir: „Ég ætlaði nú bara að dúka eldhúsið“
Veitingastaðurinn Víkin sem staðsettur er í Sjóminjasafninu í Reykjavík hefur verið lokaður, en núna standa yfir miklar breytingar á staðnum. Víkin opnar aftur um mánaðarmótin maí og júní næstkomandi.
Snorri Birgir Snorrason rekstraraðili vildi ekki gefa of mikið upp hvernig breytingar verða á staðnum nema þegar nær dregur að opnun. Snorri er matreiðslumeistari að mennt en hann tók við rekstrinum árið 2012 og hefur boðið upp á notalegt kaffihús ásamt veislusal og veisluþjónustu.
„Opna á kvöldin. Höfum hingað til bara verið kaffihús og lunch og svo veislur á kvöldin.“
, sagði Snorri í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um hvort breytingar yrði á opnunartíma. Staðurinn hefur hingað til boðið upp á fiskrétti í hádeginu ásamt súpu, heimalagað brauð, samlokur, kaffi og kökur. Það verður spennandi að sjá hvernig mat sem Snorri kemur til með að bjóða upp á kvöldin.
Myndir: facebook / Snorri Birgir Snorrason / Víkin Kaffihús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins