Íslandsmót barþjóna
Íslandsmót barþjóna – Skráning í fullum gangi – Allir hafa keppnisrétt
Íslandsmót barþjóna (IBA) og Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni) verða haldnar í Gamlabíói, undanúrslit fimmtudaginn 2. febrúar kl 19:00 og úrslitin sjálf sunnudaginn 5. febrúar kl 19:00.
Keppnin verður í tveimur hlutum.
Í Íslandsmóti barþjóna verður keppt í „after dinner“ drykk (keppt eftir IBA reglum).
Jafnframt verður Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni), einstaklingskeppni í kokteilgerð þar sem besti drykkurinn valinn.
Íslandsmót barþjóna (IBA)
- Skráningarfrestur til 20. janúar 2017.
- Hverjum og einum keppanda verður úthlutað umboð af handahófi.
- Keppandi þarf að nota minnst eitt efnisinnihald frá því umboði.
- Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti barþjóna í Kaupmannahöfn í október
- Hver einstaklingur má nota sex efnishluta, þar af samtals 7 cl. af áfengi og ekki meira en 4 tegundir af áfengi.
Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (freestyle/vinnustaðakeppni)
- Skráningarfrestur til 29. janúar 2017.
- Frjáls aðferð, infused, allur undirbúningur leyfður.
Skráningarfrestur, skil á uppskrift og greiðsla keppnisgjalds (8.000 kr) er 29. janúar.
Keppnisgjald skal lagt inn á 0311 26 5000, kt 511297-3119 og kvittun send á bar@bar.is
Allir hafa keppnisrétt.

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards