Íslandsmót barþjóna
Íslandsmót barþjóna – Skráning í fullum gangi – Allir hafa keppnisrétt
Íslandsmót barþjóna (IBA) og Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni) verða haldnar í Gamlabíói, undanúrslit fimmtudaginn 2. febrúar kl 19:00 og úrslitin sjálf sunnudaginn 5. febrúar kl 19:00.
Keppnin verður í tveimur hlutum.
Í Íslandsmóti barþjóna verður keppt í „after dinner“ drykk (keppt eftir IBA reglum).
Jafnframt verður Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (vinnustaðakeppni), einstaklingskeppni í kokteilgerð þar sem besti drykkurinn valinn.
Íslandsmót barþjóna (IBA)
- Skráningarfrestur til 20. janúar 2017.
- Hverjum og einum keppanda verður úthlutað umboð af handahófi.
- Keppandi þarf að nota minnst eitt efnisinnihald frá því umboði.
- Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramóti barþjóna í Kaupmannahöfn í október
- Hver einstaklingur má nota sex efnishluta, þar af samtals 7 cl. af áfengi og ekki meira en 4 tegundir af áfengi.
Íslandsmót barþjóna með frjálsri aðferð (freestyle/vinnustaðakeppni)
- Skráningarfrestur til 29. janúar 2017.
- Frjáls aðferð, infused, allur undirbúningur leyfður.
Skráningarfrestur, skil á uppskrift og greiðsla keppnisgjalds (8.000 kr) er 29. janúar.
Keppnisgjald skal lagt inn á 0311 26 5000, kt 511297-3119 og kvittun send á [email protected]
Allir hafa keppnisrétt.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






