Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Góðar viðtökur á nýjum vínbar í Reykjavík – Myndir
Nýr vínbar með áherslu af frábæru úrvali af léttvínum: bio, organic vínum og smáréttum opnaði nú fyrir skömmu. Port 9 er staðurinn og er staðsettur við Veghúsastíg 9 í porti hjá RR hóteli á Hverfisgötu.
Eigandi Port 9 er matreiðslumeistarinn Gunnar Páll Rúnarsson, oft kallaður Gunni Palli á Vínbarnum í daglegu tali. Hönnunin á staðnum var í höndum þeirra Birtu og Rúnu hjá Furðuverki.
Vel heppnaður vínbar sem býður meðal annars upp á girnilega smárétti ásamt fjölbreyttum vínseðli, en staðurinn opnar á morgnana klukkan 07:00 til 09:30 og opnar svo dyrnar aftur klukkan 17:00 og er opið fram eftir kvöldi.
Port 9 hefur fengið afar góðar viðtökur frá því að hann opnaði og mikil ásókn er á vínbarinn sem er þétt setinn alla daga.
Myndir: facebook / Port 9

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Frétt1 dagur síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Thule bjórinn vinnur brons í European Beer Awards