Keppni
Andri Davíð er besti barþjónninn
Andri Davíð Pétursson bar sigur úr býtum í World Class kokteilakeppninni sem fór fram í Hörpu nú á dögunum. Andri starfar sem veitingastjóri hjá Mat og drykk, en hann mun taka þátt fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri úrslitakeppni í Miami í haust. Á mbl.is kemur fram að keppnin í Miami fer ört stækkandi og í ár eru yfir 60 lönd skráð til leiks.
Keppnisdagurinn var langur hjá Andra og hinum barþjónunum en lokakeppnin stóð yfir frá morgni til kvölds. Fyrst kepptu barþjónar í þema hafsins í Hvalasafninu og gerðu tvo drykki. Eftir hádegi var þema jarðarinnar í Grasagarðinum þar sem barþjónar gerðu þrjá drykki. Þá var tilkynnt hvaða þrír barþjónar voru efstir til að keppa í Háalofti Hörpu í himinþemanu.
Efstu þrír barþjónarnir kepptu þá í lokakeppninni sem var hraðakeppni. Barþjónar höfðu tíu mínútur til að hrífa dómara og áhorfendur með sér með hraða og frumlegheitum, að því er fram kemur á mbl.is.
Í lokakeppninni kepptu þeir Orri Páll Vilhjálmsson frá Apótekinu og Teitur Ridderman Schiöth frá Slippbarnum á móti Andra.
Mynd: facebook / Matur og Drykkur

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu