Keppni
Steinarr sigraði Freyðiglímuna
Kaffibarþjónafélagið hélt Latte Art Throwdown, eða Freyðiglímu á Kaffislipp síðastliðinn miðvikudag, 4. maí s.l. með stuðningi frá Kaffitári og Kaffislipp.
Keppendurnir voru 30 talsins og stóð Steinarr Ólafsson, kaffibarþjónn hjá Reykjavik Roasters, uppi sem siguvegari. Anna Bergljót Böðvarsdóttir frá Te og Kaffi var í öðru sæti og Daníel Ómar Guðmundsson frá Kaffibrennslunni í því þriðja.
Einnig var haldin Instagram leikur þar sem fólk gat sent inn myndir af mjólkurlistinni sinni og var það Heiðdís Buzgo frá Te og kaffi, sem vann þá keppni.
Kaffibarþjónafélagið var endurlífgað stuttu eftir Kaffihátíðina 2016 með það að leiðarljósi að upphefja kaffibarþjónamenninguna á Íslandi. Megin starfsemi félagsins mun vera að halda viðburði á borð við keppnir, smakkanir, fræðslur og annað slíkt og er markmiðið að halda viðburði mánaðarlega. Þessir viðburðir eru gerðir með kaffibarþjóna í huga en eru opnir öllum þeim sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína á kaffi.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný