Viðtöl, örfréttir & frumraun
Byrjuðu með fjórar hendur tómar
Á vef Siglfirðinga siglfirdingur.is er birt skemmtilegt viðtal við þau hjónin Elínu Þór Björnsdóttur og Jakob Örn Kárason eigendur Aðalbakarís á Siglufirði.
Að jafnaði koma þangað um 2.000 manns í viku hverri og þar af eru á.a.g. 20% útlendingar, að stærstum hluta ferðamenn.
Bakaríið stækkar og verður kaffihús
Í fyrra hætti Aðalbúðin rekstri í næsta húsi við, sem er samliggjandi við bakaríið, og eftir nokkra umhugsun ákváðu þau að slá til og stækka við sig, enda breyttar aðstæður frá því sem áður hafði verið, bærinn hafði tekið stakkaskiptum eftir opnun Héðinsfjarðarganga, og þörfin var nú fyrir hendi.
Jakob segir í samtali við fréttaritara Siglfirðings að uppbygging athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar eiganda Kaffi Rauðku, Hannes boy og nýja hótelsins á Siglufirði Hótel Sigló, hafi verið mikil hvatning fyrir bæjarbúa, þ.e. að gera hlutina ekki síður vel.
Nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum siglfirdingur.is með því að smella hér.
Mynd: Sigurður Ægisson / siglfirdingur.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla