Frétt
Eftirminnilegasta máltíðin: Hef aldrei fengið betri hammara!
Andri Davíð Pétursson 25 ára framreiðslumeistari deilir nú sögu um eftirminnilegustu máltíð sína fyrir lesendur veitingageirans. Fyrst forvitnumst aðeins um hver Andri er, en hann lærði fræðin sín á veitingastaðnum Vox á tímabilinu 2006 til 2010 og kláraði meistaranámið í maí 2012.
Andri starfar nú sem sölu og markaðsfulltrúi fyrir veitinga,- og verslunarbransann hjá Kælitækni ehf. Andri hefur starfað hjá Dill restaurant, Sjávargrillinu og á Kolabrautinni, en hann hefur einnig verið að kenna á námskeiðum í framreiðslu og barþjónustu á vegum Iðunnar Fræðsluseturs.
Hver er þín eftirminnilegasta máltíð?
Ég ætla að breyta úr venju því það er ekki dýr og flottur Michelin veitingastaður sem mér dettur fyrst í hug. Sú matarupplifun sem er mér efst í huga var á hamborgarastaðnum Kiosko á Barcelona núna í júní s.l.
Það hreinlega opnuðust nýjar víddir gagnvart hamborgurum þegar ég smakkaði þetta enda fór ég tvisvar á einni viku. Þarna eru brauð sem bökuð á staðnum, heimagerðar sósur osfv. Sem er samt alveg frekar basic og margir svo sem að gera það. En það sem heillaði mig var hversu mikil sérstaða þessi staður hefur. Hef aldrei fengið betri hammara! Mæli hiklaust með honum.
Svo í lokin verð ég að segja að Sjávargrillið á Skólavörðustíg er klárlega minn uppáhalds staður á Íslandi.
Á næstu vikum ætlar Veitingageirinn.is að birta upplifun fagmanna á eftirminnilegustu máltíðunum þeirra. Vilt þú deila þinni sögu, sendu okkur línu.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi