Keppni
Heil herdeild af Íslenskum fagmönnum til Danmerkur | Snapchat veitingageirans með í för
Stór hópur af íslendingum er á leið til Foodexpo sýninguna sem haldin er í Herning í Danmörku, en samhliða sýningunni verða haldnar hinar ýmsar keppnir svo sem Matreiðslumaður Norðurlanda, Ungliðakeppni Norðurlanda og Framreiðslumaður Norðurlanda. Sýningin hófst í dag og lýkur á þriðjudaginn 8. mars næstkomandi.
Denis Grbic Kokkur Ársins 2016 keppir fyrir Íslands hönd í keppninni Matreiðslumaður Norðurlanda (Nordic Chef Of The Year).
Í Ungliðakeppni Norðurlanda (Wild card) keppir Iðunn Sigurðardóttir frá Matarkjallaranum, Thelma Björk Hlynsdóttir framreiðslumaður starfandi á veitingastaðnum Olo í Finnlandi keppir í Framreiðslumaður Norðurlanda (Nordic Waiter).
Íslenska föruneytið er eftirfarandi
- Agata Alicja Iwaszkiewicz (Ungliði)
- Árni Þór Arnórsson (Stjórn KM, farastjóri)
- Bjarni Gunnar Kristinsson (NKF dómaranefnd)
- Björn Bragi Bragason (Forseti KM)
- Hafliði Halldórsson (Framkvæmdarstjóri)
- Natascha Elizabeth Fischer (Dómari þjóna)
- Sigurður Helgason (Þjálfari Denis)
- Steinn Óskar Sigurðsson (Stjórn KM, þjálfari Iðunnar)
- Sölvi Már Davíðsson (Ungliði)
- Sigurður Kristinn Laufdal (Eiginmaður Thelmu)
- Viktor Örn Andrésson (Dómari) og Hólmfríður Björk Rúnarsdóttir.
Það er Klúbbur Matreiðslumeistara sem sendir keppendur í Matreiðslumann Norðurlanda og Ungliðakeppni Norðurlanda. Sjónvarpstökulið frá Stöð 2 er með í för og kemur til með að sýna ferðalagið í máli og myndum 15. mars næstkomandi á Stöð 2.
Snapchat veitingageirans slæst í för með íslenska föruneytinu, fylgist vel með og addið: veitingageirinn á Snapchat
Til gamans má geta að seinni þáttur um úrslitakeppnina Kokkur Ársins verður sýndur á þriðjudaginn næstkomandi.
Myndir: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla