Vertu memm

Keppni

Íslandsmót í kaffigreinum í Ráðhúsi Reykjavíkur – Aðgangur er ókeypis

Birting:

þann

Tvö Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar. Þetta verður í fyrsta skipti síðan 2013 sem mót af þessu tagi verða haldin á Íslandi og eru alls 16 keppendur skráðir til leiks. Tíu keppendur munu keppa á Íslandsmóti Kaffibarþjóna, en þar eru lagaðir drykkir sem eru með espresso í grunninn.

Sex kaffibarþjónar munu keppa á Íslandsmóti í kaffigerð en þar laga keppendur kaffi „upp á gamla mátann“, eða nær allar aðferðir aðrar en espresso.

Íslandsmót kaffibarþjóna hefst á morgun föstudeginum kl. 13 og stendur yfir til kl. 17.  Á laugardeginum verður keppt til úrslita og standa leikar yfir frá kl. 11 til 17, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Aðgangur er ókeypis.

Íslandsmót í kaffigreinum verða haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. febrúar 2016

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið