Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Tjöruhúsið á Ísafirði innsiglað | … „mikið að gera á sumrin að skriffinskan vill gleymast“

Birting:

þann

Lögreglan á Vestfjörðum innsiglaði veitingastaðinn Tjöruhúsið

Lögreglan á Vestfjörðum innsiglaði veitingastaðinn Tjöruhúsið

Lögreglan á Vestfjörðum innsiglaði veitingastaðinn Tjöruhúsið rétt eftir hádegi í gær. Að sögn Hlyns Snorrasonar yfirlögregluþjóns var um stjórnvaldsaðgerð að ræða á vegum Ríkisskattstjóra.

„Þetta var skortur á skilagreinum til skattstjóra. Við verðum búin að opna aftur eftir smástund,“

..segir Magnús Hauksson vert á Tjöruhúsinu í samtali við vestfirska fréttamiðilinn bb.is.

Ekki náðist að opna aftur fyrir kl. 16 í gær.  Skrifstofa skattstjóra er að sjálfsögðu lokuð um helgar og því öruggt að staðurinn verður lokaður í það minnsta yfir helgina, að því er fram kemur á bb.is.

Tjöruhúsið verður áfram innsiglað fram yfir helgi að minnsta kosti

Tjöruhúsið verður áfram innsiglað fram yfir helgi að minnsta kosti

Haukur Sigurbjörn, sonur Magnúsar, er ábyrgðarmaður rekstrarleyfisins en hann er búsettur í Reykjavík um þessar mundir.

Á fésbókarsíðu Tjöruhússins kemur fram að það sé alltaf svo mikið að gera á sumrin að „skriffinnskan vilji gleymast.“

„Svona er þetta. Skatturinn vinnur hægt og rólega. En ég hélt mig vera búinn að skila öllu sem beðið var um en fékk að vita að það vantaði eitthvað smá yfirlit. Þeir hafa náttúrulega ákveðnar heimildir þarna hjá skattinum,“ segir Magnús.

 

Myndir: bb.is

/Smári

Twitter og Instagram: #veitingageirinn

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið