Sverrir Halldórsson
Norð–West | Lokakafli | Veitingarýni: Hótel Húsafell
Vöknuðum árla morguns, ég hafði sofið illa um nóttina og var hálfþreyttur, morgunverkin gerð og mætt í morgunmat og manni til mikillar furðu var virkilega frambærilegur starfsmaður sem sá um viðurgjörninginn.
Smakkaðist hann alveg prýðilega þannig að lokin við þessa heimsókn enduðu bara vel, gengum frá reikningi og skunduðum út i ný ævintýri.
Hótel Húsafell
Næsti áfangastaður var nýja hótelið í Húsafelli og skyldi snæddur þar hádegisverður, fylltum á drykkjarbirgðir í Staðarskála og svo var næsta stopp Húsafell.
Það sem maður tekur fyrst eftir er hvað hótelið fellur vel inn í landslagið og maður er næstum kominn að því þegar maður sér það og er maður kemur upp að því, þá sér maður að það hefur verið hugsað fyrir aðgengi fatlaðara og öll umgjörð er fagmannleg, hlýlegt viðmót og falleg bygging.
Inn í veitingastaðnum tekur þjónninn á móti okkur og býður til sætis og tjáir okkur að það sé vilji eldhússins að ráða för í matnum og erum við ekki lengi að samþykkja það, drykkir koma á borðið og svo hefst veislan.
Fallega framborin, ósvikið skelfiskbragð þannig að augabrýrnar lyftust á manni, glæsileg byrjun.
Einfalt en svakalega gott, næstum betra en humar.

Salat dagsins, með gulrófum, rauðrófum, sykruðum valhnetum, og ljóti. Svo var jarðskokkachips og pekan og rauðrófu reduction.
Skemmtileg samsetning á bragði úr rófunum og ostinum, frískandi og fallegt.
Hárfín eldamennska á fiskinum, meðlætið tónaði vel saman svo úr varð góður réttur.

Lambatvenna – Grillaður lambahryggvöðvi og lambaöxl, döðlur, pönnusteiktar rófur, pave kartöflur, rabarbara og rófusósa
Þessi samsetning kom bara ansi vel út, svolítið þjóðleg í annan endann, en það var það skemmtilega við hana, flottur réttur.

Þeytt skyr – Marengs, birkisíróp, rauð og græn jarðarber, hvítsúkkulaðimús og ristað hvítt súkkulaði
Mjög frískandi og góð blöndun á bragði, fyrirtaks réttur.
Þessi réttur var helst til framandi og ekki í tengslum við aðra rétti.
Þjónustan var óaðfinnaleg og gaman að upplifa svona góða fagmennsku bæði í þjónustu og mat við rætur jökuls.
Þökkuðum við fyrir okkur og héldum för áfram í bæinn, þess fullvissir að þarna ættum við eftir að koma oftar og njóta þeirrar upplifunar út í ystu æsar.
Fleira tengt efni:
Norð–West | Kafli 1 | Veitingarýni: Galito á Akranesi og Borgin á Skagaströnd
Norð–West | Kafli 2 | Veitingarýni: Kaffi Krókur og Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið23 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu






























