Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Norð–West | Kafli 2 | Veitingarýni: Kaffi Krókur og Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

Birting:

þann

Borgin restaurant

Borgin restaurant

Vöknuðum sprækir um morguninn, eftir góðan svefn í húsinu, skveruðum okkur af og héldum í morgunmat hjá bæjarstjóranum á Borginni, þar var á boðstólunum nýbökuð rúnstykki með osti og marmelaði, Venni fékk kaffi en ég pepsi max, sátum við góða stund með þeim hjónum og spjölluðum um daginn og veginn, en að lokum kom að kveðjustund og kvöddu við þau og héldum för okkar áfram.

Kaffi Krókur

Kaffi Krókur

 

Næsta stopp var Sauðárkrókur en þar ætluðum við að snæða hádegisverð á Kaffi Krók, áður en við fórum þangað var tekinn túr um plássið og það markverðasta skoðað, svo lá leiðin á áðurnefndan stað, þar sem eftirfarandi máltíð var snædd:

Kaffi Krókur

Súpa dagsins
Rjómalöguð Spergilkálssúpa með brauði og smjöri

Var frekar bragðdauf og að auki allt of stór skammtur, brauð ósköp hefðbundið.

Kaffi Krókur

Skagfirskar lambakótilettur með bakaðri kartöflu, fersku salati og Béarnaisesósu

Kótiletturnar grillaðar og mjög bragðgóðar meðlæti gott, sósan góð og sniðugt að nota eggjabikara undir sósu og kryddsmjörið fyrir kartöfluna, það eru mörg ár síðan ég hef fengið svona vel grillað kjöt.

Kaffi Krókur

Gratineraður Plokkfiskur með Béarnaise og rúgbrauði

Þessi réttur stóð fyllilega undir nafni, afargóður og flott lagaður, rúgbrauðið mjög gott.

Kaffi Krókur

Pönnukökur með Nutella súkkulaði og þeyttum rjóma

Góður einfaldur réttur sem erfitt er að klikka á.

Kaffi Krókur

Vanilluís með súkkulaðisósu, kokteilávöxtum, ískexi og þeyttum rjóma , eins og amma lagaði í gamla daga

Ef verið er að auglýsa eins og hjá ömmu, þá verður að hafa alvöruhluti, því þegar amma var upp á sitt besta þá var alltaf tjaldað því besta, því það hafði enginn lært fúskið þá, hér í tilfelli vanilluís, gera sér þær vonir að verksmiðjuframleiddur ís komi í stað heimalagaðs rjómavanilluís er með því vitlausasta sem ég hef séð á matseðli, að öðru leit þokkalegur.

Er hér var komið vorum við orðnir mettir og farnir að huga að brottför, þjónustan var svona í meðallagi enginn metnaður, gengum frá greiðslu og skunduðum út í bíl og héldum áfram för.

Svala Ólafsdóttir og Sigurður Lárus Hall

Svala Ólafsdóttir og Sigurður Lárus Hall

Keyrðum framhjá Varmahlíð en söluskálinn þar er sennilega metnaðarlausasta fyrirtæki í öllum Skagafirði, nú var stefnan tekin á Hótel Eddu Laugarbakka Miðfirði en þar skyldi gist og snæddur kvöldverður að hætti matreiðslumeistarans Sigurðar Lárusar Hall.

Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

Siggi Hall - Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

Siggi Hall - Hótel Edda á Laugarbakka í MiðfirðiKomum á svæðið og tékkuðum okkur inn, á eftir mér var erlent par sem var að spyrja út í matinn um kvöldið og viðkomandi starfsmaður var í miklum vandræðum að þýða seðillinn yfir á ensku (komst síðar að því að þarna var hótelstjórinn á ferð) inn á herbergið og það skoðað, mjög illa þrifið, lappir á stól sem var brúnn var gráar af ryki, skoðuð var upplýsingamöppu hótelsins það voru 2 heilar síður með merki Hótel Eddu engar upplýsingar um mat, matseðill eða nokkuð á prenti sem viðskiptavinurinn gæti mögulega keypt, lögðum okkur fram að kvöldverði.

Vorum fyrstir í salinn, þjónninn sem þjónaði okkur vissi ekki hvað var á matseðlinum, enginn matseðill í öllum salnum, gestir spyrjandi um hitt og þetta og svörin voru út og suður, ef þau komu.

Svo birtist cheffinn í salnum og drottningin stuttu síðar og færðist þá í fyrsta sinn líf í salinn, Siggi sagði frá matseðlinum og við pöntuðum árgerð 2008 af coke light, og svo var sett í gírinn.

Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

2 snittur, önnur með reyktum silung og hin með síld

Mjög girnilegar og bragðgóðar, flottur startari.

Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

Hin heimsfræga Laxasúpa úr Laxá í Kjós

Þessi súpa verður bara betri eftir því sem maður borðar hana oftar, magnið í diskinum helst til mikið.

Hótel Edda á Laugarbakka í Miðfirði

Lambafille með blóðbergi og bláberjum eins og var afmæli Kristnitöku á Þingvöllum

Mjög góður réttur, bragðið lék sér að hvor öðru og alíslenskt.

Því miður misfórst að taka mynd af eftirréttinum

Heit súkkulaðikaka með rommkúluís

Ágætiskaka með ísnum en vantaði kannski smá ferskleika í endirinn.

Eins og þið hafið séð og lesið var smábreyting í snittunum sem helgast af því að vörur sem pantaðar voru úr heildsölu í Reykjavík, skiluðu sér ekki með flutningabílnum, en sama hafði verið upp á teninginn deginum áður á Blöndósi og Skagaströnd, þessar matvöruheildsölur ættu að skammast sín, því að þetta sé enn að gerast á árinu 2015 er eingöngu vegna slóðarskapar í rekstri þeirra.

Mikið vorkenndu við hjónunum Svölu og Sigga að vera baxast við að gera góða hluti, með fólki sem sennilega hefur ekki séð veitingastað nema er vera skyldi á ljósmynd.

Hvar er gæðastjóri Hótel Eddu hún Hafdís og hvar er a la´grande með að kenna og leiðbeina fólkinu, það þarf að halda uppi standard þar til hurðinni hefur verið lokað. Stutta svarið Hótel Eddu keðjunni til skammar, við svo búið þökkuðum við fyrir okkur og héldum til koju til að komast í annan heim þar sem fagkunnátta væri meira í hávegum haft.

Fleira tengt efni:

 

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið