Vertu memm

Veitingarýni

Nýr staður Kapers á Hverfisgötu – Veitingarýni

Birting:

þann

Safnhúsið við Hverfisgötu

Safnhúsið við Hverfisgötu
Mynd: Guðmundur D. Haraldsson

Staðurinn er í húsi sem kallað var um tíma Þjóðmenningarhúsið, en er nefnt Safnahúsið í dag. Margir staðir hafa verið í þessu húsi og er Kapers þeirra nýjastur. Þar í forystu er Ómar Stefánsson matreiðslumaður sem er reynslubolti í faginu, þema er danskt eldhús með nýmóðins tvist.

Við félagarnir SSS, ákváðum að hittast og prófa matagerð staðarins og kemur hér, hvað kom út úr þeirri heimsókn.

Kapers á Hverfisgötu

Smjörsteiktir sveppir a la créme á grilluðu brauði

Mjög bragðgott en fannst eins og kremið hafi gleymst.

Kapers á Hverfisgötu

Súpa dagsins
sem var Blómkáls með brauði og smjöri

Kapers á Hverfisgötu

Blómkálssúpa

Var frekar þykk og sölt, en brauðið var gott.

Kapers á Hverfisgötu

Fiskur dagsins
sem var kryddjurtabökuð langa með kremuðu bankabyggi og rótargrænmeti

Fiskurinn var þurr og ekki nýr, en meðlæti gott.

Kapers á Hverfisgötu

Kapers borgarinn, langtímaeldaður grísahnakki löðrandi í bbqsósu framborinn í heimabökuðu brauði, bacon, sultaður rauðlaukur, salati og stökkum kartöflubátum

Mjög góður alla staði, utan þess að kartöflurnar voru löðrandi í olíu sem merkir að hún var ekki nógu heit.

Kapers á Hverfisgötu

Herring KAPERS style, rúgbrauð epla-sinneps kremi, egg, rauðlaukur, capers og dill

Þessi réttur var sigurvegari dagsins og síldin algjört sælgæti.

Kapers á Hverfisgötu

 

Salurinn er mjög huggulegur og væri ég til í að koma þarna aftur. Þjónustan var fumlaus en ekki fagleg, við þökkuðum fyrir okkur og héldum út í lífið.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið