Smári Valtýr Sæbjörnsson
Notkun Reynis bakara á orðinu Konditori óheimil
Eins og fram hefur komið þá kvartaði Konditorsamband Íslands til Neytendastofu vegna notkunnar Reynis bakara á heitinu Konditori sem leiddi til þess að Neytendastofa taldi óheimilt að nota orðið Konditori. Reynir bakari kærði ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála.
Taldi að á Íslandi lærðu bakarar bæði brauð- og kökugerð saman og hefði hann því fullan rétt á notkun heitisins Konditori
Það var síðan 11. ágúst s.l. sem að áfrýjunarnefnd neytendamála tók fyrir kæru Reynis bakara um ákvörðun Neytendastofu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Reyni bakara væri notkun á orðinu KONDITORI óheimil. Var þar ákvörðun Neytendastofu frá 18. febrúar 2015 staðfest. Ein aðalmálsvörn Reynis bakara var sú að á Íslandi lærðu bakarar bæði brauð- og kökugerð saman og hefði hann því fullan rétt á notkun heitisins Konditori. Nefndin benti hins vegar á það að samkvæmt reglugerð um löggiltar iðngreinar nr. 940/1999 væru bakaraiðn og kökugerð tvær aðskildar iðngreinar. Fyrir liggur að hjá Reyni bakara starfar ekki faglærður kökugerðarmaður. Með notkun á orðinu KONDITORI gefur hann hið gagnstæða til kynna og er með því að blekkja neytendur samkvæmt 1.mgr. 9 gr. sbr. 5. og 8. gr. laga nr. 57/2005.
Labak vildi fá úrskurðinum hnekkt
Það er annað sem vekur athygli í málinu en það er stuðningur Landsambands bakarameistara (Labak) við Reyni bakara. Á aðalfundi Labak hinn 14. mars 2015 lagði formaður félagsins, Jón Albert Kristinsson, fram eftirfarandi tillögu:
Jón Albert gerði að umtalsefni kæru lögfræðistofunnar Lex, fyrir hönd Konditorsambands Íslands, á hendur Reyni bakara ehf. og úrskurð Neytendastofu um að banna fyrirtækinu að nota orðið konditori í auglýsingum og öðrum auðkennum sínum. Samkvæmt úrskurði Neytendastofu nær bannið einnig til annarra fyrirtækja sem nota orðið konditori eða kökugerð í nafni eða kynningarefni. Fundarmenn voru á einu máli um að bakarar ættu ekki að sætta sig við þennan úrskurð og styðja Reyni bakara í að fá úrskurðinum hnekkt.
Eftirfarandi ályktun var samþykkt: „Aðalfundur LABAK ályktar að hvetja Samtök iðnaðarins til að kæra til áfrýjunarnefndar neytendamála, fyrir hönd Reynis bakara ehf., úrskurð Neytendastofu um að fyrirtækið megi ekki nota orðið konditori í firmanafni sínu og félagið heiti Reyni bakara ehf. fullum stuðningi í þessu máli.“
Óánægja hjá fagmönnum | Margir skreyta sig með starfsheiti án þess að hafa lagt námið á sig
Í samtali við Veitingageirann sagði Sigurður Már Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari og formaður Konditorsambandsins eftirfarandi:
Það er mikilvægt þegar fólk heldur til útlanda til náms og kemur heim með fagmenntun sína að hún fáist viðurkennd. Fólki sem hefur lagt á sig allt að fjögurra ára nám erlendis sárnar mikið að sjá aðra skreyta sig með starfsheiti þess án þess að hafa lagt námið á sig.
Það er gott að þessu máli sé loksins lokið því þetta hefur reynt mikið á bakarastéttina en mjög margir félagsmenn Labak er menntaðir bæði bakarar og konditorar.
Iðnaðarlögin eru 100% skýr
Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaður sem segir í samtali við Veitingargeirann að áfrýjunarnefndin hefði ekki getað komist að neinni annari niðurstöðu þar sem iðnaðarlögin eru 100% skýr og veita Reyni bakara enga heimild til að nota orðið konditori án tilskilinna réttinda.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný