Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Segull 67 er ný bjórverksmiðja á Íslandi

Birting:

þann

Bjór

Nú er verið að undirbúa opnun nýrrar bjórverksmiðju á Siglufirði og er áætlað að skila sinni fyrstu framleiðslu fyrir jól.

Bjórverksmiðjan sem hefur fengið njafnið Segull 67 er staðsett í gamla frystihúsinu við Vetrarbraut.  Segull 67 er í eigu Marteins B. Haraldssonar (Yngri) en hann er sonur Haralds Marteinssonar og Kolbrúnar Gunnarsdóttur á Siglufirði, en foreldrar Marteins eru meðeigendur og líka afi hans Marteinn Haraldsson.

Öll leyfi og allt svoleiðis er klárt, en við bíðum eftir niðurstöðum frá heilbrigðisstofnun varðandi vatnsgæði en við vitum nú þegar að vatnið er gott og passar til bjórbruggunnar.

Við munum hefja prufu framleiðslu fljótlega og reiknum með að hafa tilbúinn góðan bjór fyrir jólamarkaðinn, síðan er meininginn að gera góðan ljósan bjór og einnig hafa sérbruggun tengda árstíðum eins og jólum, páskum og sumartíma

, sagði Marteinn yngri í samtali við Siglo.is, en nánari umfjöllun er hægt að lesa á vefnum siglo.is hér.

 

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið