Vertu memm

Frétt

Landsliðskokkurinn Ylfa Helgadóttir: „Hann var mjög skemmtilegur og almennilegur“

Birting:

þann

Ylfa Helgadóttir og Gordon Ramsay

Ylfa Helgadóttir og Gordon Ramsay

Landsliðskokkurinn Ylfa Helgadóttir sem á og rekur veitingahúsið Kopar sem staðsett er við gömlu höfnina á Geirsgötu 3 hitti heimsfræga meistarakokkinn Gordon Ramsay fyrir utan staðinn hennar í gærkvöldi, að því er fram kemur á vefnum frettanetid.is.  Gordon er staddur hér á landi og hefur sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur.  Gordon er mikill laxveiðimaður og hefur komið hingað til lands á hverju sumri frá árinu 2012.

Gordon bað Ylfu góðfúslega um að mynda sig og vini sína í þessu fallega umhverfi sem smábátahöfnin í Reykjavík er.

Gordon birtist skyndilega fyrir utan Kopar með félögunum

Hann var að rölta meðfram höfninni með vinum sínum og sá mig fyrir utan Kopar.  Hann spurði hvort ég gæti gert sér greiða og ég svaraði að sjálfsögðu.

Sagði Ylfa í samtali við frettanetid.is.

Bað Ylfu að mynda sig og vini sína

Þá bað hann mig að taka myndir af sér og vinum sínum með fallega útsýnið af höfninni í bakgrunni.  Ég tók myndir af þeim félögum á marga mismunandi síma og spurði að lokum hvort ég mætti líka fá eina mynd.

Hvernig var svo kappinn?

Hann var mjög skemmtilegur og almennilegur. Þegar Alli tók myndina af okkur spurði hann hvort hann væri kærastinn minn. Ég sagði já og útskýrði fyrir honum að þetta væri veitingastaðurinn minn og benti á Kopar – þá leit hann á mig og sagði: congratulations!

Segir Ylfa sem er í íslenska kokkalandsliðinu ásamt því að reka þennan glæsilega veitingastað við gömlu höfnina í Reykjavík.

Þetta var mjög skemmtileg lífsreynsla þar sem hann er augljóslega mjög nettur gaur,

segir Ylfa hlæjandi.

 

Greint frá á fréttavefnum frettanetid.is

Mynd: af facebook síðu Ylfu / Alli

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið