Vertu memm

Bocuse d´Or

Sigurður keppir í dag – Myndir

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2015

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Rúnar Pierre Heriveaux, Karl Óskar Smárason, Sigurður Helgason og Hinrik Örn Lárusson

Í gær var seinasti dagurinn hjá liðinu fyrir keppni, en klukkan fer í gang 07:20 á keppnisdag á íslenskum tíma.  Þá hafa strákarnir 5:35 klukkustundir til þess að framreiða bæði fisk og kjötrétt fyrir 12 dómara.

Fiskurinn er að miklum hluta mistery karfa, sem þýðir að þeir fengu fyrst að sjá hráefnið sem þeir þurfa að nota á diskinn í gær.  Allir keppendur fóru á uppsettan markað í sýningarhöllinni og þar völdu þeir sér það hráefni sem þeir vildu nota, auk þess að tilkynnt var svokallað „mandatory“ grænmeti.

Bocuse d´Or 2015

Það er grænmeti sem allir keppendur á fyrri keppnisdegi eru skyldugir til þess að nota á diskinn en á morgun verður valið eitthvað annað grænmeti til þess að seinni liðin fái ekki forskot.

Strákarnir voru mjög sáttir með það grænmeti sem þeim bauðst og eru meira en tilbúnir til þess að stíga í keppnisbúrið. Siggi mun skila af sér fiskréttnum klukkan 12:20 á íslenskum tíma og kjötfatinu klukkan 12:55, allt á íslenskum tíma.

 

Bein útsending frá keppninni hér.

 

/Karl Óskar

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið