Bocuse d´Or
Sigurður keppir í dag – Myndir
Í gær var seinasti dagurinn hjá liðinu fyrir keppni, en klukkan fer í gang 07:20 á keppnisdag á íslenskum tíma. Þá hafa strákarnir 5:35 klukkustundir til þess að framreiða bæði fisk og kjötrétt fyrir 12 dómara.
Fiskurinn er að miklum hluta mistery karfa, sem þýðir að þeir fengu fyrst að sjá hráefnið sem þeir þurfa að nota á diskinn í gær. Allir keppendur fóru á uppsettan markað í sýningarhöllinni og þar völdu þeir sér það hráefni sem þeir vildu nota, auk þess að tilkynnt var svokallað „mandatory“ grænmeti.
Það er grænmeti sem allir keppendur á fyrri keppnisdegi eru skyldugir til þess að nota á diskinn en á morgun verður valið eitthvað annað grænmeti til þess að seinni liðin fái ekki forskot.
Strákarnir voru mjög sáttir með það grænmeti sem þeim bauðst og eru meira en tilbúnir til þess að stíga í keppnisbúrið. Siggi mun skila af sér fiskréttnum klukkan 12:20 á íslenskum tíma og kjötfatinu klukkan 12:55, allt á íslenskum tíma.
Bein útsending frá keppninni hér.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni21 klukkustund síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka