Nemendur & nemakeppni
Skortur á fagmenntuðu þjónustufólki
Fjölga þarf nemendum í framreiðslu í hótel og matvælaskólanum til að koma í veg fyrir að þjónustustig á veitingahúsum hér minnki. Veitingahúsum hefur fjölgað mikið en framleiðslufólki ekki að sama skapi, en þetta kemur fram á ruv.is.
Eftirspurn er eftir nemendum í framreiðslunám í hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi. Baldur Sæmundsson, áfangastjóri fyrir matvælagreinar, segir að nemendum hafi fjölgað en þeim mætti fjölga einn meira.
Við vorum að útskrifa á ári kannski 13 framleiðslumenn. Við erum búin að vera með núna á síðasta ári einhverja 24 og mér sýnist við vera að stefna í það aftur núna. Þannig að við erum að tala um smá aukningu, en hún mætti vera mikið meiri
, segir Baldur í samtali við ruv.is
Veitingastaðir hafa leyfi til að taka fleiri nemendur en áður og fá núna greidda ákveðna upphæð með hverjum nemanda. 15 nemendur eru í skólanum á annari önn og 14 nemendur eru að ljúka námi. Mikil aukning ferðamanna kalli á aukningu í ferðaþjónustu.
Ég er með fleiri pláss bæði á vinnustöðum og hér í skólanum, við getum tekið við fleiri nemendum.
Samtök ferðaþjónustunnar kanna þjónustustig veitingastaða á hverju ári og veitingastaðirnir sjálfir líka.
Oftar en ekki erum við með þjónustustig sem mætti vera hærra og veita betri þjónustu. Við erum náttúrlega með mikið af ungu skólafólki í þessu sem gerir vissulega sitt besta en það mætti kannski með einhverjum hætti uppfræða þetta fólk betur en gert er og mennta fleiri til starfsins
, segir Baldur að lokum.
Mynd: úr safni

-
Frétt3 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata