Smári Valtýr Sæbjörnsson
Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður gjaldþrota
Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem sameinaðist Virðingu í byrjun árs.
Það voru eigendur fyrirtækisins sem óskuðu eftir því að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. júlí síðastliðinn. Þrotabúið er komið í hendur skiptastjóra sem hefur auglýst eftir kröfum í þrotabúið.
Verslun og veitingastaðir Lifandi markaðar eru opin þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Jóhann H. Hafstein, skiptastjóri Lifandi markaðar, segir ekki útilokað að nýir eigendur komi að rekstrinum bráðlega, að því er fram kemur á heimasíðu Viðskiptablaðsins vb.is.
Lifandi markaður rekur þrjár verslanir og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lifandi markaðar sem liggur fyrir, þ.e. fyrir árið 2012, nam tap félagsins tæpum 44,5 milljónum króna. Það bættist við 47,3 milljóna tap árið 2011. Rekstrartap fyrir afskriftir nam tæpum 37 milljónum króna árið 2012 borið saman við 44 milljónir árið 2011. Eignir námu rúmum 229 milljónum króna en skuldir 199,4 milljónum króna. Eigið fé félagsins var jákvætt um tæpar 30 milljónir.
Greint frá á vb.is
Mynd: Smári
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






